Skólanefnd

11. fundur 21. apríl 2015 kl. 17:00

Skólanefndarfundur nr. 11 - leikskólamál

21. apríl 2015   kl. 17:00 -  haldinn í Þjórsárskóla

Nefndarmenn mættir:

Meike Witt, formaður

Ingvar Hjálmarsson, varaformaður
Anna Þórný Sigfúsdóttir
Anna María Flygenring ( varamaður Ásmundar Lárussonar)
Bjarni Másson

Starfsmenn mættir: 

Kristófer Tómasson, fulltrúi sveitarstjóra

Sigr. Birna Birgisdóttir, fulltrúi leikskólastjóri

Sigríður Björk Marinósdóttir, fulltrúi foreldra

Helga Guðlaugsdóttir, fulltrúi starfsfólks

 

1. Innra mat á skólastarfinu 2014-2015.  Skólapúlsinn hafði umsjón með vinnu á innra mati leikskólans og fór leikskólastjóri yfir niðurstöður þess. Niðurstöðurnar verða til hliðsjónar við áframhaldandi starfsþróun skólans. Niðurstöður og umbótaáætlun verða settar á heimasíðu leikskólans.

2. Skýrsla til Landverndar og umsókn um úttekt vegna Grænfána. Skýrsla leikskólans vegna umsóknar um grænfánann var lögð fram. Leikskólinn hefur unnið að því að vera umhverfisvænn skóli frá árinu 2001 og fékk grænfánann árið 2005 en hefur ekki endurnýjað hann síðan.  Í október 2014 fékk hann titilinn „Skóli á grænni grein“ sem er fyrsta skrefið að Grænfánanum. Fáninn verður nú aftur dreginn að húni miðvikudaginn 22. apríl 2015. Skólanefndin óskar leikskólanum til hamingju með titilinn.

 

3. Ráðning leikskólastjórans. Kristófer greinir frá stöðu mála. Elín Anna Lárusdóttir hefur verið ráðin leikskólastjóri frá og með 1. júní  2015. Helga Guðlaugsdóttir, staðgengill leikskólastjóra, mun annast stjórn leikskólans í maí. 

4. Opnunartímar utan kjarnatíma. Umræða átti sér um það stað hversu mikla þjónustu sveitarfélagið eigi að veita foreldrum leikskólabarna þar sem kjarnatíminn verður gjaldfrjáls frá 1. ágúst 2015. Skólanefndin biður leikskólann að kanna þörfina á umframvistun fyrir næsta skólaár.

5. Önnur mál, löglega fram borin.

 

Fundi slitið kl. 18:31

 

 

 

Nefndarmenn
Nafn Listi
Meike Erika Witt  
Ingvar Hjálmarsson  
Anna Þórný Sigfúsdóttir aðalmaður
Bjarni Másson  
Ásmundur Lárusson  
Georg Kjartansson  
Irma Diaz Curs  
Ingvar Þrándarson  
Dag Kristoffersen  
Anna María Flygenring