Skólanefnd

17. fundur 25. janúar 2022 kl. 15:30
Starfsmenn
  • Anna Maria Flygenring Bolette Höeg Koch skólastjóri

Anna María Flygenring, Bolette Höeg Koch, Karen Kristjana Ernsdóttir, Kjartan Halldór Ágústsson og Sylvía Karen Heimisdóttir, sátu fundinn í gegnum Teams fjarfundarbúnað. Aðrir fundarmenn voru staðsettir í fundarherbergi í Árnesi

1. Starfsmannamál

Skólastjóri sagði frá því að umsjónarkennari í 3. og 4. bekk fór í veikindaleyfi í upphafi árs og í kjölfarið fer viðkomandi í barnseignarleyfi. Karen Kristjana hefur verið fengin sem leiðbeinandi til að leysa af kennsluna. Á móti þarf að ráða inn í afleysingu í stað Karenar Kristjönu. Það þarf auglýsa þá stöðu en þangað til hægt er að ráða í þá stöðu er mönnun stuðnings leyst af innanhús.

Það þarf að auglýsa nokkrar stöður fyrir næsta skólaár og ræddi skólastjóri um að setja auglýsingar í loftið snemma vors.

 

2. Dagatal

Skólastjóri ræddi ástæður þess að mikilvægt væri að vinna áfram að samræmdu skóladagatali við Flúðaskóla. Starfsdagar hafa verið samræmdir við Flúðaskóla m.t.t. þeirra foreldra sem eiga börn í sitt hvorum skólanum sem og til skólaaksturs. Það getur verið erfitt að samræma alla starfsdaga við leikskólann þar sem sumir starfsmenn skólans eru með börn í leikskólanum og eru því fjarverandi á starfsdögum og missa þá af t.d. fræðslu sem á sér stað. Auk þess ræddi hún um útfærslur við tvöfalda daga tengda útilegu og árshátíð.  

Lagt er upp úr mikilvægi þess að taka samtalið um starfsdaga á milli leik- og grunnskóla við gerð skóladagatala fyrir næsta skólaár og reyna að hafa samræmda starfsdaga eins og hægt er. 

 

3. Ályktun frá foreldrafélagi Leikholts

Eftirfarandi ályktun barst frá foreldrafélaginu Leiksteini í Leikholti varðandi skóladagatal grunn- og leikskóla sveitarfélagsins:Stjórn foreldrafélagsins Leiksteins í Leikholti fundaði í kvöld [22. nóv] og vilja senda frá sér eftirfarandi ályktun.

"Á næsta vori þegar vinna við skóladagatal grunn- og leikskóla sveitarfélagsins hefst skorum við á aðila að samræma starfsdagana með það að markmiði að foreldrar þurfi síður að taka sér frí frá vinnu fleiri daga en nauðsynlegt er."

Með von um jákvæð viðbrögð við þessu. Svona fyrirkomulag er nýtt á milli Flúðaskóla og Þjórsárskóla ásamt því að skólar margra sveitarfélaga samræma starfsdagana.

Skólanefnd tekur jákvætt í ályktun foreldrafélagsins og finnst vert að skoða með stjórnendum skóla- og leikskóla sveitarfélagsins að skóladagatölin séu sem næst því að vera samræmd.

 

Fundi slitið kl. 16:00    Næsti fundur ákveðinn síðar