Skólanefnd

17. fundur 24. nóvember 2015 kl. 15:30
Nefndarmenn
  •  
  • Nefndarmenn
  • Starfsmenn
  • Meike Witt
  • formaður
  • Kristófer Tómasson
  • fulltrúi sveitarstjóra
  • Ingvar Hjálmarsson
  • Bolette Høeg Koch
  • fulltrúi skólastjóra
  • Anna Þórný Sigfúsdóttir
  • Kjartan H. Ágústsson
  • fulltrúi kennara
  • Anna Flygenring
  • varamaður
  • Unnur Lísa Schram
  • fulltrúi foreldra
  • Georg Kjartansson
  • varamaður
  •  
  •  

Stað- og tímasetning:  Árnes, þriðjudaginn 24. nóvember 2015, kl. 15:30

Grunnskólamál

Dagskrá:

1.      Fjárhagsáætlun/fjárhagsmál

Kristófer lagði fram og fór yfir fjárhagsáætlun komandi árs Fræðslu- og uppeldismála, grunnskólahlutann.  Rætt var um ýmislegt sem tengist áætluninni. Skólanefndin gerir engar athugasemdir við fjárhagsáætlunina.

2.      Önnur mál löglega borin fram.

a)      Bolette sagði frá SAFT fyrirlestri sem haldinn var í Þjórsárskóla um öryggi netnotkunar, sá viðburður gekk mjög vel og gott fyrir nemendur skólans að vera meðvitaðir um örugga tölvunotkun.

b)      Bolette kynnti niðurstöður úr samræmdum könnunarprófum í 4. og 7. bekk og er ánægð með þær. Hún er sérstaklega ánægð með niðurstöðurnar hjá 4. bekk sem er nú kominn yfir landsmeðaltal í bæði íslensku og stærðfræði. Markmið skólans eftir ytra mats niðurstöðurnar var að ná landsmeðaltali fyrir árið 2017. Skólanefnd óskar skólanum til hamingju með árangurinn.

Fundi slitið kl. 16:30

Næsti fundur er fyrirhugaður þriðjudaginn 9. febrúar 2016, í Brautarholti, kl. 15:30