Skólanefnd

24. fundur 02. júní 2016 kl. 12:10
Nefndarmenn
 • Stað-
 • tímasetning: Leikskólinn Leikholt
 • fimmtudaginn 2. júní 2016
 • kl. 17:10
 • Mættir voru:
 • Nefndarmenn
 • Starfsmenn
 • Meike Witt
 • formaður
 • Kristófer
 • sveitarstjóri
 • Ingvar Hjálmarsson
 • Elín Anna Lárusdóttir
 • fulltrúi leikskólastjóra
 • Anna Þórný Sigfúsdóttir
 • Helga Guðlaugsdóttir
 • fulltrúi starfsfólks
 • Ásmundur Lárusson
 • Rósa Birna Þorvaldsdóttir
 • fulltrúi foreldra
 • Bjarni Másson
 •  
 •  

Dagskrá:

 

1.       Mál.

      Leikvallarmál við leikskólann.

Óskað er eftir að hætt verði að auglýsa leikvöllinn á heimasíðu South Central. Sveitarstjóri mun láta gera skilti um opnunartíma og reglur leikvallar.

2.       mál.Starfsmannamál.

Hulda Hrönn Stefánsdóttir hefur sagt upp störfum og vill leikskólastjóri koma á framfæri þökkum til hennar og óska henni velfarnaðar á nýjum vettvangi. Skólanefnd tekur undir þær óskir.

3.       Aðalskipulag

Meike fór yfir vinnu við aðalskipulag og mun leikskólinn koma að þeirri vinnu.

4. Önnur mál.

Leikskólinn Leikholt fékk ART vottun 26. Maí. Óskar skólanefnd starfsfólki til hamingju með árangurinn. En þess má geta að Leikholt er annar leikskólinn á Suðurlandi sem hefur fengið þessa vottun.

 

Elín og Helga vilja koma á framfæri athugasemd með fundartímann en of oft vill brenna við að fundurinn byrjar mikið seinna en auglýst er.

 

Næsti fundur verður í Þjórsárskóla í lok ágúst.

 

Fundi slitið kl 17:30.