Skólanefnd

25. fundur 23. ágúst 2016 kl. 15:00
Nefndarmenn
  • Mætt til fundar Ingvar Hjálmarsson
  • Ásmundur Lárusson
  • Bjarni Másson
  • Ingvar Þrándarson
  • Anna Þórný Sigfúsdóttir. Bolette Höeg Koch skólastjóri
  • Kristófer Tómasson sveitarstjóri
  • Kjartan Ágústsson fulltrúi kennara
  • Unnur Lísa Schram fulltrúi foreldra. 
  • Ingvar Hjálmarsson setti fund
  • bauð alla velkomna. Kallaði eftir athugasemdum við fundarboð
  • engar athugasemdir komu
  • Ingvar Þrándarson situr fundinn í forföllum Meike Witt

Skólanefndarfundur númer 25 um grunnskólamál hjá skólanefnd Skeiða og Gnúpverjahrepps. Haldinn 23. ágúst 2016 í Þjórsárskóla kl 15:00

Dagskrá

1)      Starfsmannamál

Bolette kynnti hvernig starfsmálum er háttað við skólann.

2)      Eftirfylgni með úttekt á Þjórsárskóla.

Bolette fór yfir stöðuna á úttektinni og hvað við eigum eftir að framkvæma í úrbótum. Eftir er að halda opinn fund um skólamál til að leita eftir hugmyndum  og tillögum foreldra um það sem má betur fara í skólanum.

3)      Skýrsla um samstarf leik og grunnskóla.

Bolette kynnti skýrsluna og er mjög ánægð með þetta fyrirkomulag. Skólanefnd tekur undir með skólastjóra. Einnig kynnti skólastjóri skýrslu um heimsóknir sjöundu bekkinga í Flúðaskóla síðasta vetur. Skólastjóri vill auka enn frekar þessar heimsóknir til þess að styrkja samskiptin meira. Skólanefnd tekur undir það.

4)      Skólaakstur.

Skólastjóri skýrði frá hvernig skólaakstri yrði háttað í vetur.

5)      Önnur mál

Rætt var um skólavistun við Þjórsárskóla. Ræddar voru ýmsar leiðir. Skólastjóri og sveitarstjóri munu skoða málið frekar.

Næsti fundur mánudaginn 24. október kl 15:00 í Leikholti.

Fundi slitið kl 16:00.