Skólanefnd

31. fundur 17. janúar 2017 kl. 16:00
Nefndarmenn
  • Einar Bjarnason formaður skólanefndar
  • Bjarni Másson
  • Ingvar Hjálmarsson
  • Anna Þórný Sigfúsdóttir
  • Ásmundur Lárusson. Elín Anna Lárusdóttir leikskólastjóri
  • Helga Guðlaugsdóttir fulltrúi starfsfólks
  • Rósa Birna Þorvaldsdóttir fulltrúi foreldra
  • Björgvin Skafti Bjarnason oddviti

Skólanefndarfundur nr.31 í skólanefnd Skeiða-og Gnúpverjahrepps um leikskólamál. Haldinn í Leikholti 17 janúar 2017 kl: 16:00

Ingvar Hjálmarsson ritaði fundargerð.

Elín Anna biður um að bæta einu máli á dagskrá . Skólanefnd samþykkir það.

1. mál. Starfsáætlun Leikholts .

Skólanefnd samþykkir áætlunina.

2. mál. Undanþágubeiðni.

Beiðni um undanþágu mánuði fyrr og fellur það undir forgang 2. Samþykkt af skólanefnd.

3. mál . Undanþágubeiðni.

Beiðni um undanþágu  tveimur mánuðum fyrr og fellur undir forgang 2. Samþykkt af skólanefnd.

4. mál . Undanþágubeiðni.

Sótt um undanþágu einum og hálfum mánuði fyrr.  Fellur ekki undir forgang og beiðninni hafnað.

5. mál. Starfsmannamál og barnafjöldi.

Skólanefnd leggur til að aukið verði starfshlutfall i samræmi við þörfina.

6. mál. Framkvæmdir  við húsið.

Elín Anna segir frá framkvæmdum. Mikil óánægja er með framkvæmdirnar í matsalnum. Skólanefnd leggur til við oddvita og sveitarstjórn að ganga í málið og láta laga þetta sem fyrst. Elín sagði einnig frá framkvæmdum við parketið í salnum og skapaðist leiðinda ástand vegna lyktar við lökkun.

7 mál. Önnur mál.

Næstu fundir verða 28. febrúar í Þjórsárskóla fyrst grunnskóli kl 15:00  og leikskólamál kl 16:00.

Fundi slitið kl 16:30.