Skólanefnd

33. fundur 14. mars 2017 kl. 16:00
Nefndarmenn
  • Einar Bjarnason
  • Ingvar Hjálmarsson
  • Ásmundur Lárusson
  • Bjarni  Másson
  • Anna Þórný Sigfúsdóttir. Elín Anna Lárusdóttir leikskólastjóri
  • Helga Guðlaugsdóttir fulltrúi starfsfólks
  • Irma Diaz fulltrúi foreldra. Kristófer Tómasson sveitarstjóri

 Fundur í Skólanefnd Skeiða-og Gnúpverjahrepps um leikskólamál 14. mars. Haldinn í Þjórsárskóla kl 16:00.

1. mál: Barnafjöldi og starfsmannamál.  18 börn voru í upphafi skólaárs og  í maí verða þau 36. Í kjölfar aukins barnafjölda þarf að auka starfshlutfall og mun verða hægt að leysa það með núverandi  starfsfólki.

2. mál: önnur mál. Leikskólastjóri sagði frá því að öryggi barna í bílum foreldra sé ábótavant í einhverjum tilfellum og mun hún fylgja því eftir að foreldrar taki sig á í þeim efnum.

Næsti fundur í skólanefnd verður  25. apríl í Brautarholti. Grunnskólamál  kl 15:00 og leikskólamál kl 16:00.

Fundi slitið.