Skólanefnd

35. fundur 25. apríl 2017 kl. 16:00
Nefndarmenn
  • Einar Bjarnason
  • Ásmundur Lárusson
  • Bjarni Másson
  • Ingvar Hjálmarsson. Elín Anna Lárusdóttir leikskólastjóri
  • Helga Guðlaugsdóttir
  • fulltrúi starfsfólks
  • Rósa Birna Þorvaldsdóttir
  • fulltrúi foreldra

35. Skólanefndarfundur hjá Skólanefnd Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Haldinn í Brautarholti kl 16:00  25. apríl um Leikskólamál

1. mál : Leikskóladagatal 2017-2018.

Leikskólastjóri kynnti dagatalið og er það með sama sniði og undanfarin ár.  Skólanefnd samþykkir dagatalið.

2. mál: Skýringarmynd af verkferli sérkennslu í Leikholti. 

Leikskólastjóri kynnti hvernig  sérkennslu er háttað í Leikholti. En aðrir skólar eru farnir að horfa til Leikholts til að kynna sér aðferðirnar sem hér eru notaðar. Til dæmis hefur  Félag sérkennara boðað komu sína í maí til að kynna sér hvernig málum er háttað. Skólanefnd lýsir ánægju sinni með hvernig að sérkennslumálum er staðið.

3. mál: Starfsmannamál og barnafjöldi.

Börnin eru 34 núna en verða 36 í næstu viku. Reiknað er með að í ágúst byrjun verði börnin 24 . Stöðugildi starfsmanna  verða í haust 5,8 sem er ekki nóg miðað við barnafjölda. Leikskólastjóri óskar eftir að auka starfshlutfall til að mæta þessari auknu þörf. Skólanefnd samþykkir .

4. mál: Viðhaldsmál í Brautarholti.

 Leikskólastjóri lýsir óánægju sinni með vinnubrögð þeirra sem lögðu gólfdúkinn í matsalnum og frágang þess verks. Skólanefnd tekur undir með leikskólastjóra.  Einar formaður skólanefndar tekur að sér að vinna í þessu máli og leita lausna .

5. mál: Önnur mál.

 Engin önnur mál.