Skólanefnd

37. fundur 17. október 2017 kl. 16:00
Starfsmenn
  • Mætt Einar Bjarnason Ásmundur Lárusson

37. fundur í Skólanefnd Skeiða og Gnúpverjahrepps. Haldinn í Leikholti 17. oktober 2017

1. mál: Börn, barngildi, starfsmenn og starfsgildi

Leikskólastjóri fór yfir stöðuna og kynnti fyrir skólanefnd.

2. mál: Undanþágubeiðni.

Skólanefnd samþykkir.

3.mál: Breytingar á samþykktu leikskóladagatali.

Vorhátíð færist til 5. júní en var áður dagsett 1. júní. Skólanefnd samþykkir það.  Leikskólastjóri biður einnig um breytingu á opnun leikskólans eftir sumarfrí. Í núverandi dagatali er fyrsti skóladagur þriðjudagurinn 7. ágúst . Leikskólastjóri biður um að opna miðvikudaginn 8. ágúst. Fulltrúi foreldra óskar eftir því að gerð verði könnun meðal foreldra um breytinguna er varðar opnun eftir sumrafrí. Leikskólastjóri mun framkvæma könnunina. Skólanefnd samþykkir breytinguna fyrir sitt leiti að teknu tilliti til niðurstöðu úr foreldrakönnuninni.

4.mál: Starfsáætlun 2017-2018.

Leikskólastjóri kynnti áætlunina.

Skólanefnd samþykkir.

5. mál: Stefnan, bætt inn Blær í lífsleikni áherslu okkur.

Elín og Helga kynntu fyrir skólanefnd Blæ ,en þetta er vináttu og forvarnarverkefni.

6. mál: Kannanir

a.       Foreldrakönnun vor 2017

b.       Starfsmannakönnun vor 2017

c.       Nemendakönnun vor 2017

Leikskólastjóri fór yfir helstu niðurstöður úr könnunum.

7. mál: Skýrsla um sérkennslu. Trúnaðarmál.

Leikskólastjóri kynnti brot úr skýrslu um sérkennslu.

8. mál: Önnur mál.

Næsti fundur í Skólanefnd 14. nóvember í Árnesi . Grunnskólamál kl 15:00 og Leikskólamál kl: 16.00

Fundi slitið kl 17:30.