Skólanefnd

36. fundur 17. október 2017 kl. 15:00
Nefndarmenn
  • Mætt Einar Bjarnason
  • Ásmundur Lárusson
  • Anna Þórný Sigfúsdóttir
  • Ingvar Hjálmarsson. Unnur Lísa Schram fulltrúi foreldra
  • Kjartan Ágústsson fulltrúi kennara
  • Bolette Höeg Koch skólastjóri
  • Björgvin Skafti Bjarnason oddviti

36. Skólanefndarfundur í Skólanefnd Skeiða og Gnúpverjahrepps. Haldinn í Leikholti 17 oktober 2017

1. mál:  Starfsáætlun skólans 2017-2018.

Skólastjóri kynnti áætlun og fór yfir starfsárið. Áælunin verður aðgengileg á netinu. Skólanefnd samþykkir áætlunina fyrir sitt leiti.

2. mál: Almenni hluti skólanámskrár 2017-2018. Skólastjóri fór yfir almenna hlutann og kynnti fyrir skólanefnd. Skólanefnd samþykkir.

3. mál: Aksturs skipulag 2017-2018. Skólastjóri fór yfir skipulagið . Skólanefnd lýsir yfir undrun sinni á breytingum Flúðaskóla á byrjun og enda skóladags án  þess að ræða við stjórnendur Þjórsárskóla.

4. mál: Ytra mat. Skólastjóri telur að Þjórsárskóli hafa lokið við úrbætur á þeim ábendingum sem komu árið 2013 við ytra mats útekt Menntamálaráðuneytis.

5. mál: Kennararáðningar. Ráðnir voru tveir umsjónarkennarar og einn þroskaþjálfi.

6. mál: Önnur mál.

Skólastjóri vill koma á framfæri þakklæti til sveitarstjórnar fyrir fundi sem haldinir voru um úrbætur í skólanum með starfsfólki skólans. Og fagnar því að komið var til móts við ábendingar starfsfólks.

Rætt var um hvar samningar skólabílstjóra væru staddir. Ljóst er að fara þarf yfir samningsdrögin með bílstjórunum sem fyrst og ganga frá málum við þá.

Fundi slitið kl  16:15.