Skólanefnd

41. fundur 30. janúar 2018 kl. 16:00
Nefndarmenn
  • Mætt skólanefnd:  Einar Bjarnason
  • Ásmundur Lárusson
  • Anna Þórný Sigfúsdóttir
  • Ingvar Hjálmarsson
  • Georg Kjartansson. 
  • Elín Anna Lárusdóttir leikskólastjóri
  • Helga Guðlaugsdóttir fulltrúi starfsfólks
  • Rósa Birna Þorvaldsdóttir fulltrúi foreldra

Fundur í Skólanefnd Skeiða og Gnúpverjahrepps um leikskólamál 30 janúar 2018. Haldinn í Brautarholti. Ingvar Hjálmarsson ritar fundargerð.

1. mál. Ársskýrsla Leikholts.

Leikskólastjóri fór yfir skýrsluna og mun hún verða aðgengileg á heimasíðu . Skólanefnd lýsir yfir ánægju sinni með starfið og samþykkir skýrsluna.

2. mál. Rýmingaráætlun uppfærð.

Leikskólastjóri kynnti uppfærða áætlun. Og sagði frá því sem þarf að laga.

3. mál. Eineltisáætlun uppfærð.

Leikskólastjóri og fulltrúi starfsfólks kynntu áætlunina .

4. mál. Börn og starfsmenn.

29 börn eru í leikholti núna. 30 börn verða frá 12 febrúar. Tveir starfsmenn hafa verið ráðnir .

5. mál. Önnur mál.

6. febrúar er dagur leikskólans. Eldri borgurum er boðið til skemmtunar í Leikholti og er undirbúningur barnanna í fullum gangi að taka á móti þeim.

Næsti fundur verður 10. apríl í Þjórsárskóla.

Fundi slitið kl 16:35.