Skólanefnd

43. fundur 24. apríl 2018 kl. 16:00
Nefndarmenn
 • Mætt. Einar Bjarnason
 • Anna Þórný Sigfúsdóttir
 • Georg Kjartansson
 • Ásmundur Lárusson
 • Ingvar Hjálmarsson
 • Elín Anna Lárusdóttir leikskólastjóri
 • Helga Guðlaugsdóttir fulltrúi starfsfólks
 • Irma Díaz fulltrúi foreldra
 • Kristófer Tómasson sveitarstjóri

43 .Fundur í Skólanefnd Skeiða-og Gnúpverjahrepps 24 apríl 2018. Haldinn í Þjórsárskóla um Leikskólamál.

Ingvar Hjálmarsson ritar fundargerð.

 1. Börn og starfsmenn. Leikskólastjóri fór yfir fjölda barna og starfsfólks. 25 börn munu byrja eftir sumarleyfi.
 2. Leikskóladagatal 2018-2019. Skólanefnd samþykkir  dagatalið.
 3. Önnur mál.  Þetta mun líklega vera síðasti fundur skólanefndar um leikskólamál á kjörtímabilinu og vill nefndarfólk þakka fyrir gott samstarf .