Skólanefnd

1. fundur 04. september 2018 kl. 15:00
Nefndarmenn
  • Anna Þórný Sigfúsdóttir
  • Anna María Flygenring
  • Kjartan H. Ágústsson
  • Ástráður Unnar Sigurðsson
  • Elín Sólveig Grímsdóttir
  • Bolette H. Koch
  • Ingvar Þrándarson
  • Einar Bjarnason(formaður)
  • Kristófer Tómasson
Starfsmenn
  • Anna Þórný Sigfúsdóttir ritaði fundargerð

Skólanefndarfundur 4. sept. ´18  Grunnskólamál.

  1. fundur

Dagskrá:

  1. Hlutverk skólanefndar:  Einar Bjarnason lagði fram erindisbréf skólanefndar Skeiða- og Gnúpverjahrepps varðandi hlutverk skólanefndar. Ákveðið var að vísa því til endurskoðunar og mun formaður skólanefndar, skólastjóri og sveitarstjóri fara yfir það. Það verður lagt fram á næsta skólanefndarfundi.
  1. Starfsmannamál: Bolette fór yfir starfsmannahóp vetrarins sem er í góðum málum.
  1. Akstursskipulag: Bolette fór yfir heilmikið plagg sem sýnir akstursskipulag skólans. Umræða myndaðist um keyrslu barna v. skólavistunar. Því skipulagi og ákvörðun um áframhaldandi skipulag er vísað til sveitarstjórnar.
  1. Skýrsla um samstarf leikskólans og Þjórsárskóla: Skýrslan var kynnt fyrir nefndarmönnum. Almenn ánægja er með samstarf skólanna.
  1. Grænfánaskýrsla: Skýrslan var kynnt fyrir nefndarmönnum. Sækja þarf um þátttöku í grænfánaverkefninu annað hvert ár.
  1. Persónuvernd: Bolette ræddi um persónuverndarmál. Stórar og breyttar áherslur eru vegna persónuverndarlaga. Handbók fyrir starfsmenn grunnskóla almennt er í vinnslu. Vinna við innleiðingu persónuverndarstefnu miðar vel.

Önnur mál:

Bolette vakti máls á mögulegum breytingum á skipuriti skólans. Málinu vísað til skólastjóra og formanns skólanefndar.

Næsti fundur verður haldinn mánudaginn  29. október n.k. kl. 15:00