Skólanefnd

2. fundur 19. nóvember 2018 kl. 15:00
Nefndarmenn
  • Einar Bjarnason formaður
  • fundarstjóri
  • Bolette Höeg Koch
  • skólastjóri
  • Kristófer Tómasson
  • sveitarstjóri
Starfsmenn
  • Anna Þórný Sigfúsdóttir sem ritaði fundargerð

Ástráður U. Sigurðarson
Ingvar Þrándarson
Anna María Flygenring
Elín Sólveig Grímsdóttir, fulltrúi foreldra
Kjartan Ágústsson, fulltrúi kennara

2. fundur skólanefndar um grunnskólamál Þjórsárskóla haldinn í Árnesi 19. nóv. 2018  kl. 15:00.

Dagskrá

  1. Fjárhagsáætlun Þjórsárskóla

Fjárhagsáætlun lögð fram og kynnt. Farið yfir stöðuna miðað við 15.11. og borin saman við væntanlega stöðu í lok árs.

  1. Almennur hluti námskrár

Lagður var fram og kynntur almennur hluti Námskrár Þjórsárskóla fyrir skólaárið 2018 - ´19. Hægt verður að nálgast Námskrána á heimasíðu skólans undir Skólanámskrá. Námskrá samþykkt til útgáfu.

  1. Starfsáætlun

Lögð var fram og kynnt starfsáætlun Þjórsárskóla veturinn 2018 - ´19. Hægt verður að nálgast starfsáætlunina á heimasíðu skólans. Áætlun samþykkt til útgáfu.

  1. Jafnrétti

Lögð var fram og kynnt jafnréttisáætlun Þjórsárskóla fyrir tímabilið 2018 – 2020.

  1. Leiðbeiningar og gátlisti fyrir skólanefndir. Kynning á grunnskólahluta

Lagt var fyrir skólanefndina yfirlit yfir skyldur og ábyrgð skólanefnda sem fer með málefni grunnskólans í umboði sveitarstjórnar, samkvæmt lögum um grunnskóla. Ritið er gefið út af Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Stefnt er að því að fara skipulega í gegnum þá lagalegu eftirlitsþætti (gátlisti) sem varða skólastarf í sveitarfélaginu almennt sem skólanefndum ber skylda að fara í gegnum.

  1. Erindisbréf fyrir skólanefnd

Lagt var fyrir nýtt og uppfært erindisbréf fyrir skólanefnd Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Skólanefnd samþykkti erindisbréfið fyrir sitt leyti.

Fundi slitið kl. 16:20

Næsti fundur verður haldinn í Leikholti mánudaginn 21. Janúar ´19