Skólanefnd

2. fundur 19. nóvember 2018 kl. 16:20
Nefndarmenn
 • Einar Bjarnason
 • formaður
 • fundarstjóri
 • Elín Anna Lárusdóttir
 • leikskólastjóri
Starfsmenn
 • Anna Þórný Sigfúsdóttir sem ritaði fundargerð

Ástráður U. Sigurðarson
Anna María Flygenring
Ingvar Þrándarson
Helga Guðlaugsdóttir, fulltrúi starfsfólks
Rósa Birna Þorvaldsdóttir, fulltrúi foreldra
Kristófer Tómasson, sveitarstjóri

2. fundur skólanefndar um leikskólamál Leikskólans Leikholts, haldinn í Árnesi 19. nóv. 2018  kl. 16:20.

Dagskrá

 1. Fjárhagsáætlun Leikskólans Leikholts

Fjárhagsáætlun lögð fram og kynnt. Farið yfir stöðuna miðað við 15.11. og borin saman við væntanlega stöðu í lok árs.

 1. Leiðbeiningar og gátlisti fyrir skólanefndarfólk – kynning á leikskólahluta

Lagt var fyrir skólanefndina yfirlit yfir skyldur og ábyrgð skólanefnda sem fer með málefni leikskólans í umboði sveitarstjórnar, samkvæmt lögum um leikskóla. Stefnt er að því að fara skipulega í gegnum þá lagalegu eftirlitsþætti (gátlisti) sem varða skólastarf í sveitarfélaginu almennt sem skólanefndum ber skylda að fara í gegnum.

 1. Erindisbréf fyrir skólanefnd Skeiða- og Gnúpverjahrepps

Lagt var fyrir nýtt og uppfært erindisbréf fyrir skólanefnd Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Skólanefnd samþykkir erindisbréfið fyrir sitt leyti.

 1. Önnur mál
  1. Skráning í leikskóla milli jóla og nýárs

Af gefnu tilefni leggur leikskólastjóri til að gerðar verði ráðstafanir til að fá foreldra til að standa við þá skráningu vistunar barns/a sem þeir hafa gert til leikskólans varðandi þetta tímabil.  

Fundi slitið kl. 17:30

Næsti fundur verður haldinn í Leikholti mánudaginn 21. janúar 2019