Skólanefnd

1. fundur 12. júlí 2022 kl. 16:00
Nefndarmenn
  • Fundurinn hefst kl. 16:00.  Mættir eru Vilborg Ástráðsdóttir
  • Bjarni Ásbjörnsson
  • Ingvar Hjálmarsson
  • Anna María Flygenring
  • Sigríður Björk Gylfadóttir.  Haraldur Þór Jónsson ritar fundargerð
  • Engin athugasemd gerð við fundarboðið

Mál til umfjöllunar og afgreiðslu:

  1. Kosning formanns

Tillaga kom fram að Vilborg verði formaður.  Vilborg víkur af fundi við kjör á formanni.  Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum að Vilborg verði formaður skólanefndar.

Tillaga kom fram að Ingvar verði varaformaður.  Ingvar víkur af fundi við kjör á varaformanni. Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum að Ingvar verði varaformaður skólanefndar.

 

2. Erindisbréf skólanefndar

Núverandi erindisbréf þarf að endurskoða og er lagt fram til kynningar.  Umræða kemur um misræmi áheyrnafulltrúa frá grunnskóla og leikskóla.  Sveitarstjóra falið að hafa samband við lögfræðing Samband íslenskra sveitarfélaga til að fá skýringar á mismun í lögunum.  Æskilegt er að samræmi sé í hverjir séu fulltrúar frá leikskóla og grunnskóla.  Í kjölfar endurskoðunar á erindisbréfinu verður nýtt erindisbréf lagt fram fyrir nefndina í haust. 

 

3. Ráðning leikskólastjóra

Engin umsókn barst í stöðu leikskólastjóra.  Í framhaldi af því var leitað til Önnu Grétu Ólafsdóttur til að koma í tímabundna ráðningu sem leikskólastjóri.  Skólanefnd mælir með því að sveitarstjórn gangi frá ráðningasamningi við Önnu Grétu.

 

4. Starfsmannamál í leikskólanum

Auglýst var eftir einum leikskólakennara og rennur út umsóknarfrestur 12.júlí.  Nokkrar umsóknir hafa borist svo allt bendir til þess að leikskólinn sé full mannaður.

 

5. Húsnæði leikskólans

Það liggur fyrir að stóri glugginn á milli bygginganna er ónýtur.  Fara þarf í breytingar á rýminu og setja gólf frá brúnni út að glugga.  Þá stækkar rýmið og hljóðvist batnar ásamt því að brunahólfun verður betri.  Ýmsar aðrar smærri lagfæringar þarf einnig að gera.  Skólanefnd leggur til að sveitarstjórn ráðist í framkvæmdir sem fyrst.

 

6. Undirbúningur fyrir skólaþing í haust

Rætt um hvað fer fram á skólaþingi. Framundan er undirbúningur fyrir skólaþing sem vonandi sem flestir skólar í uppsveitunum munum taka þátt í með okkur.  Formanni skólanefndar er falið það verkefni að hefja undirbúning að skólaþingi.

 

7. Önnur mál.

Vilborg og Karen Óskarsdóttir fóru á kynningarfund vegna Farsældarlaga.  Farsældarlögin fjalla um þverfaglega samvinnu í málefnum barna.   Vilborg leggur til að settur verði saman hópur til að kynna sér betur þetta málefni.  Vilborg, Karen og Sigríður Björk munu verða í þessum hópi.

 

Engin fleiri mál lögð fyrir.

Fundi slitið kl. 17:30