- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
24. Fundur Menningar- og æskulýðsnefndar
Haldinn í Árnesi 23. júní 2025 kl. 17.00
Mætt: Sára A. Herczeg, Ástráður Unnar Sigurðsson og Hrönn Jónsdóttir
Gestir á fundinum voru: Þórður Ingvason, Emelía Karen Gunnþórsdóttir, Anna María Gunnþórsdóttir, Sigvaldi Kaldalóns Jónsson, Helga Kristinsdóttir og Þórdís Bjarnadóttir.
Hrönn Jónsdóttir skrifar fundargerð.
1. Endurmat á hátíðinni 2025.
Sára setur fund og óskar eftir athugasemdum bæði við það sem betur má fara og það sem var gott fyrir hátíðina sem fór fram dagana 14. -17. júní.
Froðurennibraut: Reyna að passa að það sé ekki mikil möl eða sandur sem berst inn á rennibrautina. Hafa slöngu til að fólk geti skolað af sér eftir rennibraut áður. Væri sniðugt að hafa tónlist í garðinum hjá sundlauginni meðan rennibrautin er í gangi.
Auglýsingar: Spurning um hvernig hátíðin er auglýst, 4. júní er of seint til að auglýsa hvenær hátíðin er.
Virkja meira krakkana hér í sveitinni til að taka þátt. Auglýsingar þurfa að vera meira á samfélagsmiðlum, þannig að dagskráin sé auðsjáanleg og aðgengileg.
Kassabílarallý; brautin mjög flott og metnaðarfull, gæti líka verið sniðugt að vera með fullorðins flokk. Þyrftum að semja við Landsvirkjun um að hafa bílana í lagi EÐA semja við þá um að fá bílana og gera við þá fyrir keppnina. Skoða að til eru almennar reglur um gerð bíla í keppni. Hugmynd að hafa samband í vetur við alla verktaka
Væri sniðugt að fá BMX rampana hingað á laugardeginum.
Ratleikur og pylsur: Þyrftum að láta laga grillið í skóginum, eða jafnvel leggja til almennilegt grill til að hafa á svæðinu. Um 60 manns sem tóku þátt í ratleik og um 100 manns fengu sér pylsur.
Traktorafimi: mjög vel heppnuð keppni, brautin mjög vel gerð en þarf að takmarka skráningar svo hún sé ekki of löng. Áhugi á að hafa hana aftur, en hafa skráningar fyrr svo það sé hægt að skipta þessu í flokka.
17. júní: Sigvaldi, ánægður með dagskrána 17. júní, glæsilegt að fá mat og tilheyrandi, en helst að vanti eitthvað sem dregur að fjölskyldufólk, þó það sé bara eftir hátíðardagskrá. Svipuð ábending bars frá Viktoríu Rós Guðmundsdóttur, sem ekki komst á fundinn.
Nýtt: Spurning um að útbúa tunnulest til að draga krakkana um svæðið aftan í. sláttu traktor eða eitthvað. Hafa hesta til að teyma undir krökkunum. Víðavangshlaup, kassaklifur, hafa samband við umboð um að vera með „sölusýningu“ á tækjum. Kökuskreytingakeppnin var mjög vel heppnuð, tónlist eða tónleikar fyrir krakkana. Gera staðinn sýnilegri, skreyta hverfið. Vera með minni rennibraut fyrir yngri krakka. Ef keppt verður í skreytingum þá mætti hafa skráningarform einhverstaðar.
Smalahundasýning: Mjög skemmtilegur dagskrárliður.
Opið hús: mikið af fólki, þau ánægð.
Handverksmarkaður: Vilja helst hafa markaðinn oftar á ári, mjög ánægð með markaðinn og viðburðinn í heild.
Undirbúningur: draga fleiri að borðinu næst, halda fund fyrr á árinu með Þórði og öllum aðilum sem koma að keppninni.
2. Umhverfisverðlaun:
Menningar- og æskulýðsnefnd leggur til við sveitarstjórn að hún veiti á hverju ári Umhverfisverðlaun sveitarfélagsins. Þau geti verið veitt fyrir snyrtilegt fyrirtæki, býli, eða frumkvæði í fegrun og/eða umhyggju fyrir umhverfi og náttúru á einn eða annan hátt. Verðlaunin verði svo afhent/tilkynnt á 17. júní hátíð sveitarfélagsins.
Fundi slitið kl. 18:00