Menningar-og æskulýðsnefnd

13. fundur 06. maí 2021 kl. 20:00
Nefndarmenn
  • Anna Kr. Ásmundsdóttir
  • Ástráður U. Sigurðsson
  • Hrönn Jónsdóttir
  • Þórður Ingvarsson. Gunnar Gunnarsson starfsmaður Heilsueflandi Uppsveita talaði á fundinum í gegnum síma. 
  •  

Sveitahátíðin Upp í sveit

Ákveðið er að stefna að einhverskonar hátíð þó hún verði smærri í sniðum en áður í ljósi ýmissa aðstæðna. Þórður staðarhaldar í Árnesi tekur þátt og verður með dagskrá á sínum vegum sem styður við dagskrá nefndarinnar. Bændamarkaðurinn í umsjón Vilborgar Ástráðsdóttur hefur vakið verðskuldaða athygli og verður hann á sínum stað. Ákveðið er að stefna á að bjóða uppá leiktækjakerru UMFÍ eins og síðustu tvö ár. Stefnt að gönguferð um svæðið, viðburði í samstarfi við Skógrækt ríkisins og áhug á að hafa opna heimagarða í sveitarfélaginu.

Þórður stefnir á að vera með varðeld og lifandi tónlist á föstudagskvöldi, einfaldan hádegisver á laugardegi og handverksmarkað á sama tíma og leiktæki eru í boði. Hann stefnir einnig á að hafa dagskrá á laugardagskvöldinu.

Stefnt er að hátíðinni helgina 18. - 20. júní

17. júní 2021 - Hátíðarhöldin ættu að vera haldin í Brautarholti. Formaður nefndar tekur að sér að hafa samband við oddvita og Kvenfélag Skeiðahrepps varðandi húsið. 

Átthagagöngur - Mikill áhugi er fyrir því að vera með göngudagskrá í sveitarfélaginu og bjóða uppá átthagagöngur. Athuga við heimamenn sem væru til í að vera með leiðsögn um sína átthaga og þá helst að ganga leiðir sem eru ekki mikið farnar eða gamlar þekktar leiðir. Stefnt er að fyrstu göngu í tengslum við sveitahátíðina.

 

Fleira ekki rætt

Fundi slitið kl.22.00

Hröönn Jónsdóttir ritaði fundargerð.