Menningar-og æskulýðsnefnd

3. fundur 08. desember 2014 kl. 20:00

Menningar og æskulýðsnefnd Skeiða- og Gnúpverjahrepps

3. fundur 08.12.2014.

Mættir: Hildur Lilja guðmundsdóttir, Kristófer Tómasson og Magnea Gunnarsdóttir. Ágúst Guðmundsson boðaði forföll.

1. Gaman saman-dagur

Ákveðið að leggja til dagsetninguna 14. febrúar (laugardagur) kl. 13 og

hugsa um fleiri nafngiftir og ákveða endanlega á næsta fundi.

2. Undirbúningur fyrir byggðarhátíð

Ákveðið að stinga upp á nefnd um byggðahátíðina á næsta fundi.

Ákveðið að stofna til nafnasamkeppni um hátíðina - auglýsa í fréttablaðinu.

Dagsetning næsta fundar ákveðin: 5. janúar kl. 19.30.

Fundi slitið kl. 22.45