Menningar-og æskulýðsnefnd

4. fundur 12. janúar 2015 kl. 20:00

Menningar- og æskulýðsnefnd Skeiða- og Gnúpverjahrepps

4. fundur, 12. janúar 2015

Mættir: Hildur Lilja Guðmundsdóttir, Magnea  Gunnarsdóttir og Ágúst Guðmundsson. Kristófer gat ekki mætt.

1. Undirbúningur Gaman saman dags. Farið yfir hverja búið er að tala við og hverja þarf að tala við frekar. Gengið frá nánari dagskrá og staðsetningum,  og verkum skipt á nefndarmenn:

2.  Undirbúningur byggðahátíðar.

-Jákvætt svar komið frá Leikhópnum Lottu, þau komast á föstudeginum eða sunnudeginum og hafa gefið upp verð.

- Búið er að ræða við Rósu og Gunnar og fá þau í lið með okkur.

- Ákveðið að byrja að búa til fjárhagsáætlun.

-Rætt um að undirbúa vinnuhóp um verkefnið.

Fundi slitið kl. 23:20