Menningar-og æskulýðsnefnd

6. fundur 06. mars 2015 kl. 20:00

6. fundur 4. mars 2015

 

Mættir: Hildur Lilja, Gústi og Magnea. Gunnar spjallaði við okkur á Skype.

1.  Gaman saman dagurinn

a) Dagurinn gerður upp. (sjá fylgiskjal)

Ákveðið að leggja að styrkja Vind um kr. 10.000 fyrir sitt framlag, miðað við hvernig kostnaðaráætlun lítur út í dag.

Ekki hægt að gera endanlegt uppgjör því við vitum ekki hvað fyrirlesarinn tekur fyrir akstur.

Fjöldi þeirra sem sóttu samkomuna var nálægt 80. Gaman hefði verið ef fleiri hefðu getað mætt, en það setti strik í reikninginn að þennan dag voru nokkur íþróttamót og hestamannamót svo að fólk var upptekið. Í ljósi þess erum við ánægð með þátttökuna.

 

b) Dagurinn þótti takast vel. Tímaáætlun gekk upp og rann vel. E.t.v. hefðu málstofur mátt fá rýmri tíma.  

Gerum að tillögu okkur að endurtaka leikin að tveimur árum liðnum og vinna þá að meiri stefnumörkun með tilliti til fræðsluefnis og kynninga.

2.

a)Gunnar mætti á Skype-ið og fékk kynningu á því sem við högum hugsað á landnámsdagana.

Gunnar kom með nokkrar góðar hugmyndir í sambandi við daginn. Öllum hugmyndum haldið til haga og  ákveðið að safna öllum verðum og gera fjárhagsáætlun.

b) Ákveðið að tala við Ásborgu og fá ráðleggingar í sambandi við styrkveitingar.

3. Síða fyrir nefndina.

Ákveðið að búa til facebooksíðu og halda þar til haga myndum og öðru frá viðburðum í umsjón nefndarinnar.

4 Arctic project

Hildur Lilja sagði frá fundi vegna Arctic project sem haldinn var 9. febrúar s.l. Okkur líst vel á þá vinnu sem komin er i gang.

5. Önnur mál

Umræður spunnust um 17. júní.

Næsti fundur miðvikudagskvöldið 25. mars.

Fundi slitið kl. 23.25