Menningar-og æskulýðsnefnd

7. fundur 25. mars 2015 kl. 20:00

Menningar- og æskulýðsnefnd

7. fundur 25. mars 2015 í Árnesi.

Mættir:

Hildur Lilja Guðmundsdóttir, Ágúst Guðmundsson, Magnea Gunnarsdóttir, Kristófer Tómasson

Fundur settur kl. 20:00

1. Landnámshelgin

     a) Kostnaðaráætlun lögð fram.

     b) Grófur tímarammi fyrir Landnámshelgina lagður fram.

     Ákveðið var að óska eftir fjárheimild til þess að hafa fyrir kostnaði, ef ekki fæst styrkur frá Brunabótafélaginu.

     Nefndin óskar eftir að hafa frítt í sundlaugar sveitafélagsins þessa daga. (19.-21. júní)

2.  a) Styrkumsókn til styrktarsjóðs EBÍ (Eignahaldsfélag Brunabótafélags Íslands) vegna Landnámshelgarinnar útbúin og send.

3. Önnur mál.

Engin.

Fundi slitið kl. 22:30.