Menningar-og æskulýðsnefnd

9. fundur 12. maí 2015 kl. 20:00

9. fundur 12.05.2015 í Árnesi.

Mættir:

Hildur Lilja Guðmundsdóttir, Magnea Gunnarsdóttir, Kristófer Tómasson, Rósa Kristín.  Ágúst Guðmundsson boðaði forföll og einnig varamenn.

Fundur settur kl. 20:00.

Dagskrá:

1. Landnámshelgi

a) Unnið að dagskránni og farið yfir stöðuna. Athugað með tjöld til að setja upp á svæðinu (til að selja varning og hafa til staðar ef skildi rigna, t.d. væri hægt að spila kubb inni í stóru tjaldi). Víkingatjöld upptekin. Málið sett í athugun

b) Kostnaðaráætlun uppfærð

c) Unnið að dagskrárbæklingnum. Farið yfir hver gerir hvað. Hluti af auglýsingunum er komin.

d) Verkum skipt og næsti fundur ákveðinn 26. maí kl. 20.00.

 

2. Engin önnur mál.

 

Fundi slitið kl. 22:30