Menningar-og æskulýðsnefnd

23. fundur 24. janúar 2017 kl. 20:00
Starfsmenn
  •  Magnea  Gunnarsdóttir Ólafur Hafliðason

23. fundur, Árnesi, þriðjudaginn 24. janúar 2017 kl. 20:00

1. Ungmennaráð

Nýskipað ungmennaráð mætti á fund og þau boðin velkomin til starfa. Rætt var um að leitast við að fjölga nefndarmönnum og spjallað um fyrstu skref starfsins.

2. Gaman saman dagur

Rætt um kostnaðarliði. Síðast var greiddi sveitarfélagið fyrir fyrirlestur og kaffi. Sú upphæð sem ætluð er til Gaman saman-dagsins þetta árið dugar tæpast fyrir þeim kostnaði. Nefndin telur að halda á daginn með svipuðu sniði og síðast þurfi að koma til aukin fjárveiting. Helstu dagskrárliðir ákveðnir og verkum skipt.

3. Uppsprettan

Rætt nánar um dagskrárliði og tímasetningar. Nokkrar umræður um hvernig hægt verður að koma öllu fyrir þar sem 17. júní lendir inni í helginni. Nýjar hugmyndir að dagskrárliðum komu fram.

Frekari ákvarðanir verða teknar þegar ljóst verður hver mun verða staðarhaldari í Árnesi.

Áætlað að halda næsta fund 14. febrúar.

Fundi slitið kl. 23:30