Menningar-og æskulýðsnefnd

30. fundur 20. júní 2017 kl. 13:00
Starfsmenn
  • Mætt til fundar: Magnea Gunnarsdóttir formaður Ágúst Guðmundsson

30. fundur Menningar- og æskulýðsnefndar Skeiða- og Gnúpverjahrepps.20 júní 2017. Kl 20:30. 

1. Uppsprettan 2017

Farið var yfir hvernig hátíðin tókst til. Nefndarfólk var á einu máli um að hún hefði tekist vel. Aðsókn var að mati nefndarinnar mjög góð. Ætla má að á fimmta hundrað manns hafi mætt á hátíðina. Magnea formaður fór yfir skýrslu um hátíðina. Er þar greint ítarlega frá vinnuferli og skipulagi við undirbúning hátíðarinnar og fyrirkomulag hennar.  Vísast til skýrslunnar sem fylgiskjals með fundargerð þessari. Rætt var um hvað hafi tekist vel og hverju væri ráðlegt að breyta ef hátíðin verður endurtekin. Fjárhagsleg niðurstaða hátíðarinnar stóðst væntingar.

Sveitarstjóri þakkaði nefndinni fyrir sérlega vel unnin störf við undirbúning og framkvæmd hátíðarinnar.

Nefndin leggur til að hátíðin verði endurtekin að ári.

2. Hátíðahöld 17. Júní. Magnea formaður nefndarinnar flutti skýrslu yfir hátíðarhöld dagsins. Vísast til hennar sem fylgiskjals fundargerðarinnar.

3. Landnámsdagur. Rætt var um að halda Landsnámsdag síðustu helgina í ágúst.

Fundi slitið kl 22:15.

Gögn og fylgiskjöl: