Menningar-og æskulýðsnefnd

32. fundur 28. febrúar 2018 kl. 20:30
Nefndarmenn
  • Mættir eru: Magnea Gunnarsdóttir
  • Kristófer A. Tómasson
  • Ólafur Hafliðason og
  • Ágúst Guðmundsson.  Eyþór Brynjólfsson kom við á fundinn
  • Fundagerð ritar Ágúst Guðmundsson
  •  

Menningar- og æskulýðsnefnd 32. fundur,

Árnesi, miðvikudaginn 28. febrúar 2018 kl. 20:30

1. Uppsprettan 2018

Farið yfir dagskrárliði uppsprettunnar.

Lottan er staðfest 16 júní kl 11. Einnig verður landsleikur sýndur á stóra tjaldinu kl 13.

Eftir það verður bjástrað á bæjunum, mögulega hraðskákmót, hoppukastalar .

Rætt um þrautir og leiki.

Rætt um veitingar. Fer eftir hvort einhver rekstraraðili verður í húsinu.

Ákveðið að halda Brokk og Skokk á föstudeginum 15 júní.

Rætt um afmæli Neslaugar og þær hugmyndir sem komnar eru. Haft var samráð við Eyþór í þeim efnum.

Tónlistaratriði , spákona, grill, nudd.

Rætt um veitingar. Fer eftir hvort einhver rekstraraðili verður í húsinu.

Drög að kostnaðaráætlun lögð fram, sjá fylgiskjal.

Verkum skipt milli nefndarmanna

 

2 Önnur mál.

Rætt um hátíðarhöld á 17. júní. Nefndin er tilbúin til að hafa umsjón með þeim.

Stefnt að næsta fundi 20. mars kl. 20.30.

 

Fundi slitið 23.00