Menningar-og æskulýðsnefnd

24. fundur 14. febrúar 2017 kl. 20:00
Starfsmenn
  • Mætt:  Magnea  Gunnarsdóttir Ólafur Hafliðason

Menningar- og æskulýðsnefnd 24. fundur,

Árnesi, þriðjudaginn 14. febrúar 2017 kl. 20:00

 

1. Gaman saman dagur- lokafrágangur

Dagurinn verður haldinn laugardaginn 25 febrúar nk. Dagskráin hefst kl 14:00. Rætt um helstu Dagskrárliði og fyrirkomulag. Sveitarstjóri staðfesti að dagskrárliðir rúmast innan fjárhagsáætlunar 2017. Helstu dagskrárliðir verða : Öskupokaleikur, fyrirlestur Hrundar Þrándardóttur sálfræðings. Kaffi og meðlæti verður í umsjá Kvenfélags Gnúpverja. Gert verður fyrir kaffi fyrir 80 manns. Bíómynd verður sýnd í félagsheimilinu Árnesi.

2. Uppsprettan 2017.

Rætt var um dagskrárliði. Rætt hefur verið við leikhópinn Lottu. Hugmyndir um klifurgrind.

Viðburðurinn verður 17 -18. júní og hefst kl 10:00 með Brokk og skokk.

Kl 14:00 verður Hátíðardagskrá sett.

Hugmyndir ræddar um dagskrárliði : Leikhópurinn Lotta, Fornbílasýning,ljósmyndasýning frá fyrri tíð og leita til Héraðsskjalasafns með það, sölubásar, hoppukastalar, klifurveggur,súpa og önnur matvara beint frá býli, kynning frá nýbúum, fyrirlestur frá fornleifafræðingi, ratleikur.

Gefinn verður út dagskrárbæklingur og seldar í hann auglýsingar.

Áætlað að halda næsta fund 14. mars nk.

Fundi slitið kl. 22:30.