Menningar-og æskulýðsnefnd

25. fundur 04. apríl 2017 kl. 20:00
Starfsmenn
  • Mætt:  Magnea  Gunnarsdóttir Ágúst Guðmundsson

Menningar- og æskulýðsnefnd 25. fundur,

Árnesi, þriðjudaginn 04. Apríl 2017 kl. 20:00

1. Gaman saman dagur. Magnea lagði fram samantekt um viðburðinn. Nefndin er sammála um að vel hefði tekist til með daginn. Rætt  var um að endurtaka viðburðinn á næsta ári

2. Uppsprettan – Byggðahátíð. A. Farið var yfir drög að dagskrá Uppsprettunnar. Hvað er í hendi og hverju á eftir að ganga betur frá. Eins og áður hefur komið fram verður hátíðin haldin 17- 18 júní í ár. Meðal dagskrárliða, Brokk og skokk sem verður á laugardagsmorgni og Leikhópurinn Lotta verður með sýningu á sunnudagsmorgninum. Bjástrað á bæjunum, Korngrís með kjöt  og skákmót er meðal þess sem til stendur að hafa á dagskrá hátíðarinnar. Lagt verður uppúr því að hafa eitthvað matarkyns í boði fyrir gesti.

B. Drög að kostnaðaráætlun. Fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir 350.000 kr. framlagi frá sveitarfélaginu. Stærsta fjáröflunarleiðin er í formi auglýsingatekna, eru þær áætlaðar 400.000 kr.

C. Rætt var um nýjar hugmyndir að dagskrárliðum. Rætt um að bjóða börnum á hestbak.

Verkefnum var skipt á nefndarmenn.

3. Önnur mál. Rætt um hugmyndir að Landnámsdegi síðsumars.

Fundi slitið kl. 22:35.    Næsti fundur ákveðinn 25. apríl kl 20.00.