Menningar-og æskulýðsnefnd

37. fundur 16. júní 2018 kl. 17:00
Nefndarmenn
  • Mættir eru: Magnea Gunnarsdóttir
  • Kristófer A Tómasson
  • Ólafur Hafliðason
  • Ágúst Guðmundsson. Einnig mættir frá ungmennaráði Guðmundur Heiðar Ágústsson
  • Freyja Margrét Vilhjálsdóttir. Birgir S. Birgisson sat einnig fundinn. Magnea skrifaði fundargerð

Menningar- og æskulýðsnefnd 37. fundur,

16. júní Árnesi 2018 kl. 17:00

  1. Uppsprettan 2018

Farið var yfir dagskrárliði dagsins. Hvað gekk vel og hvað mátti betur fara. Fundarmenn voru sammála um að afar vel hefði tekist til. Teknar voru niður sölutölur og mannfjöldatölur.

 

2. Þjóðhátíð 17. júní

Rætt var um hvað þyrfti að gera fyrir morgundaginn. Borðum og stólum var raðað upp í salinn. Allir dúkar í eigu hússins voru þvegnir eftir daginn og dúkað upp að nýju. Flest annað var klárt.

Önnur mál ekki rædd. Formaður þakkar sérstaklega ánægjulegt samstarf í undirbúningferlinu fyrir Uppsprettuna og 17. júní. Ákveðið var að hittast í næstu viku og lesa þá yfir skýrslu formanns til samþykktar.