Menningar-og æskulýðsnefnd

2. fundur 14. janúar 2019 kl. 17:00
Nefndarmenn
 • Anna Kr. Ásmundsdóttir
 • formaður menningar-
 • æskulýðsnefndar
 • Hrönn Jónsdóttir
 • menningar-
 • æskulýðsnefnd
 • Ástráður Unnar Sigurðsson
 • menningar-
 • æskulýðsnefnd
 •  
 •  

2. fundur menningar- og æskulýðsnefndar, 14. janúar 2019

Fulltrúar ungmennaráðs voru:

Ástráður Unnar Sigurðsson, formaður

Guðmundur Heiðar Ágústsson.

Fundur hófst kl. 17.00.

Vinnufundur menningar- og æskulýðsnefndar með ungmennaráði.

Ungmennaráð fór þess á leit við menningar- og æskulýðsnefnd að haft yrði samstarf um gerð erindisbréfa þar sem samstarf þeirra er allnokkuð. Formaður ungmennaráðsins sendi drög að 1. erindisbréfi ungmennaráðs til formanns menningar- og æskulýðsnefndar sem las yfir og gerði athugasemdir og leiðréttingar sem farið var yfir á vinnufundinum.

Farið var yfir sameiginleg verkefni menningar- og æskulýðsnefndar og ungmennaráðs og sett upp í erindisbréfum hjá báðum nefndum. Jafnframt var farið yfir orðalag og uppsetningu beggja erindisbréfa.

Ákveðið að formaður menningar- og æskulýðsnefndar lesi yfir og sendi síðan drög að erindisbréfi ungmennaráðs til yfirlesturs til formanns ungmennaráðs. Menningar- og æskulýðsnefnd kemur áfram að gerð erindisbréfs ungmennaráðs, ef þess verður óskað.

Formaður menningar- og æskulýðsnefndar les erindisbréf nefndarinnar yfir og mun síðan senda öðrum fulltrúum nefndarinnar til yfirlesturs og samþykkis.

Annað

Ákveðið að hafa fund sem fyrst vegna þankahríðar um Uppsprettuna. Fundartími ákveðinn síðar.

Ákveðið að kynna sér nánar verkefnið „Gaman, saman“.

Formaður menningar- og æskulýðsnefndar áframsendir póst frá sveitarstjóra um verkefnið,  til annarra fulltrúa menningar- og æskulýðsnefndar og formanns ungmennaráðs.

Tölvupóstur nýttur til skrafs og ráðagerða um verkefnið en jafnframt mun formaður kalla til fundar ef ákveðið er að halda verkefninu á lofti.

Fundi slitið kl. 18.30.