Menningar-og æskulýðsnefnd

4. fundur 01. apríl 2019 kl. 17:00
Nefndarmenn
 •  Anna Ásmundsdóttir
 • Hrönn Jónsdóttir
 • Ástráður Unnar Sigurðsson
 • Haraldur Ívar Guðmundsson
 • Kristófer A.Tómasson. Hrönn skrifar fundargerð

Fundargerð 4. fundar Menningar – og æskulýðsnefndar 01. 04. 2019 kl. 17.00

Ákveðið að hafa vinnufund fyrir þá sem ætla að taka þátt í Uppsprettunni þriðjudaginn 30. maí og boðið verði upp á pizzu og mögulega seldur bjór. Anna tekur að sér að tala við Pizzavagninn. Líklegir samstarfsaðilar boðaðir en einnig auglýst í fréttabréfinu að allir séu velkomnir ef fleiri vilja taka þátt.

Dagsetningar fyrir hátíðina:

 • Föstudagur 14. júní
  • Hreinsunarsprettur föstudaginn 14. Júní Allir sveitungar hvattir til að ganga sína heimreið og tína rusl, ruslahaugarnir fyrir fólk að skila af sér ókeypis þá viku og svo brenna miðsvæðis í sveitarfélaginu (t.d. Sandlækjarkoti). Haraldi falið að halda utan um skipulag og vera í samstarfi við Lions.
 • Laugardagur 15. Júní
  • Morgunverður kl. 9-11 í Árnesi
  • Þjórsárdalur – Skógarviðburður – Landnámssúpa í skóginum kl. 12 -16
  • Sundlaugarnar – Seinnipartur, lifandi tónlist
  • Pubquizz / Bjórkvöld / Trúbador  Í Flísasalnum 15, eða 16. Júní eftir því hvenær ball er. Önnu falið að tala við Birgi um að halda þetta.
 • Sunnudagur 16. júní
  • Hádegisverður – kl. 11.30 – 13.00 Brautarholt, niðurgreitt af SKOGN, Anna talar við Korngrís  (ath hvort hægt er að fá gerði/girðingu fyrir hross í Húsatóftum og auglýsa það til að fá fólk ríðandi af stað)
  • Brokk og skokk – Murneyrar kl. 14 Hrönn falið að tala við landeigendur og hafa samband við hestamannafélög.
  • Opin hús /fjós? Hafa það hreyfanlegan dag..... Önnu falið að tala við Skaftholt
  • Ball 18. ára og eldri, Ástráði falið að skipuleggja ball, athuga hvaða hljómsveit er hægt að fá og hvor dagurinn er betri, laugardagur 15, 16. Júní
 • Mánudagur  17. Júní

Boðaðir á vinnufund:

 • Jóhannes – Tálguhnífar, skógarkaffi
 • Berg – Fornminjar
 • Skólarnir –  Búa til stubbaratleik fyrir leikskólakrakkana, búa til kynningu á landnámsmönnum í sveitarfélaginu til að kynna til dæmis í fréttabréfinu – Önnu falið að hafa samband við Grunnskólann.
 • Ungmennafélögin – hlaup?

Eitthvað sem er í gangi:

 • Opinn dagur einhverstaðar?
 • Fuglahræðukeppni  - Verðlaunaafhending fyrir flottustu fuglahræðuna, höfum einkennislit hátíðarinnar, sem allir nota í sínum skreytingum ef fólk vill skreyta. Hrönn falið að halda utan um Fuglahræðukeppni.
 • Markaðssetning / Kynning á hátíðinni: Ungmennaráð falið að kynna hátíðina
 • Leikstarf fyrir börnin – ath leikdeild Gnúpverja – Hrönn falið að kanna áhuga ( Sesselja og Nikulás)

Næsti fundur 30. apríl kl. 20.00

Fundi slitið kl  18.27