Menningar-og æskulýðsnefnd

1. fundur 17. september 2018 kl. 18:00
Nefndarmenn
  •  Kristófer Tómasson
  • sveitarstjóri
  • Anna Kr. Ásmundsdóttir
  • formaður
  • Lára Bergljót Jónsdóttir (í forföllum Ástráðar Sigurðssonar)
  • Hrönn Jónsdóttir
  1. fundur menningar og æskulýðsnefndar Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2018 - 2022

Haldinn í Árnesi, mánudaginn 17. september  2018 kl. 18.00.

Fundarefni:

  • Erindisbréf nefndarinnar
  • Önnur mál

Erindisbréf

  • Kafli II tekinn til endurskoðunar; II kafli, verkefni, 5. grein[…]
    • Ákveðið að kalla til vinnufundar nefndarinnar til að vinna nánar að kafla II og skoða þá nánar alla kafla erindisbréfs. Stefnt að slíkum fundi í byrjun nóvember.
    • Nefndarmenn eru sammála um að marka þurfi nánara málaflokka nefndarinnar og koma betur á framfæri hver séu eiginleg málefni nefndarinnar.
    • Setja inn markmið allra lista til sveitarstjórnarkosninga 2018, hvað varðar stefnu í menningar- og æskulýðsmálum í sveitarfélaginu.
    • Jafnframt unnið að þankahríð vegna Uppsprettunnar á þeim fundi.
    • Kristófer sendir öllum nefndarmönnum skýrslu formanns menningar- og æskulýðsnefndar sem Word-skjal, frá síðasta tímabili – pdf.skjal frá 2. fundi sveitarstjórnar, 2. júli, 14. mál.

Önnur mál

Uppsprettan

  • Stefnt að því að halda þankahríð varðandi Uppsprettuna í lok árs 2018.
    • Ýmsar hugmyndir á lofti á fundinum og ástæða til að kalla til fleiri aðila til samstarfs.
    • Kalla til þankahríðar, aðila sem hugsanlegir væru í samstarf vegna Uppsprettunnar; ungmennaráð, Ungmennafélögin, kvenfélögin, björgunarsveitin Sigurgeir, Skógrækt ríkisins, Landsvirkun, sundlaugar, ýmis fyrirtæki í sveitarfélaginu, o.s.frv.
    • Nánar unnið á vinnufundi nefndar, sjá ofar.
    • Rætt um hvernig hægt sé að gera Uppsprettuna að sveitahátíðinni okkar – fá heimamenn til að taka þátt – vinna að því að fá heimamenn til að upplifa þessa hátíð sem sína sveitahátíð.

Íþróttavika ÍSÍ

  • Stefnt að því að taka þátt í evrópsku íþróttavikunni sem ÍSÍ hefur hvatt sveitarfélög um allt land til að taka þátt í.
  • Ákveðið að hafa íþróttaviku hér í sveit í lok október
    • vikuna 21. október – 28. október.
  • Hrönn mun hafa samband við ÍSÍ vegna samstarfs.
  • Hugmynd um að opna íþróttavikuna með málþingi
    • erindi um hreyfingu, mataræði, o.s.frv.
      • hreyfibingó
      • fatasund
      • handboltasundmót/boltasundmót
      • ásadans
      • o.s.frv.
  • Formaður nefndar hendir pósti á milli nefndarmanna vegna íþróttaviku
    • tilkynning inn á heimasíðu sveitarfélagsins
      • rætt um gegnsæi tilkynninga inni á heimasíðu – Kristófer skoðar það mál.
    • auglýsing í Fréttabréf Skeiða- og Gnúp. – skilafrestur, föstudaginn 12. október.

Annað – hent á loft

  • opnunartímar fyrir ungmenni í Skeiðalaug – föstudagar/aðrir dagar – gera tilraun til eins mánaðar, t.d.
  • gera 17. júní meira lifandi – hafa blásturstónlistarmenn með í skrúðgöngunni – endurvekja traktorshæfniskeppnina, o.fl.

Dagsetningar sem þarf að hafa í huga;

  • skilafrestur vegna evrópskrar íþróttaviku í Fréttabréfið 12. október
  • þátttaka sveitarfélagsins í evrópskri íþróttaviku 21. – 28. okbóber
  • vinnufundur menningar- og æskulýðsnefndar í byrjun nóvember
  • þankahríð með ýmsum samstarfsaðilum Uppsprettunnar í lok árs 2018

Fundi slitið kl. 19.00.