Menningar-og æskulýðsnefnd

5. fundur 30. apríl 2019 kl. 20:00
Nefndarmenn
 • Mætt úr nefnd:
 • Anna Kr. Ásm
 • Hrönn Jónsd
 • Ástráður Sig
 • Elvar M. Svansson
 • Haraldur Í. Guðmundsson
 • Opinn fundur vegna fyrirhugaðrar sveitahátíðar.  Auglýstur í fréttabréfi
 • á heimasíðu
 • Facebook
 • Þessi mættu á fundinn fyrir utan nefndina:
 • Elín Anna Lár
 • Rosemarie Br. Þorleifsd
 • Jónas Yngvi Ásgr
 • Kristófer Tómasson
 • Skafti Bjarnason
 • Matthías Bjarnason
 • Harpa Dís Harðard
 • Vilborg M. Ástr
 • Ásborg Arnþórsd
 • Bergur Björnsson
 • Jóhannes Sigurðss
 • Eyþór Brynjólfsson
 •  

5. fundargerð Menningar- og æskulýðsnefndar

Árnes

Dagsetning fundar

30. apríl

Tímasetning

Kl. 20.00

Opinn fundur haldinn í félagsheimilinu, Árnesi v. sveitahátíðar 14. – 17. júní

Dagskrá fundarins: yfirfara punkta frá fyrri fundum, negla niður dagskrá, nafngift, 17. júní.

Fundurinn var ætlaður til að fá fólk, sem vildi taka þátt í sveitahátíð hér í sveit, til að koma á flug með nefndinni og koma með tillögur að dagskrá í viðbót við það sem nefndin hafði þegar ráðgert að hafa á hátíðinni.

Á þessum fundi var dagskrá endanlega negld niður og verkum skipt niður á þá aðila sem vildu taka þátt. Fleiri hugmyndir að dagskrárliðum komu fram sem nýttar voru en einnig voru aðrar hugmyndir teknar út.

Landnámsdagurinn/nafnlausa sveitahátíðin:

 • Betra að einbeita sér að einhverjum ákveðnum landnámsmanni eða landnámsbæ hvert ár, ekki reyna að kynna allt heldur frekar eitthvað eitt og gera það vel.
 • Best væri að bjóða upp á eina góða gönguferð á góðri tímasetningu, frekar en að bjóða upp á of margt á of mörgum stöðum. Hugmynd að ganga að Búða.
 • Ungmennafélögin með þrautabrautir 17. júní
 • Fjallkonan á sínum stað 17. júní  og fá víking/landnámsmann með ræðu.
 • Ratleikur sem byrjar á föstudegi og stendur fram að 17. júní  - þá verði verðlaunaafhending – hafa nokkra ratleiki – mismunandi að gerð og þyngd –
 • Dagskrá í Þjórsárdal: Jóhannes og Harpa búa til dagskrá – hafa samband við Ólaf Oddsson.
 • Traktorakeppni á sunnudegi?

Alveg ákveðið:

 • Grillaðar pylsur og varðeldur á Holtinu á föstudagskvöldinu 14. júní - hreinsunarátak í sveitinni (best væri að Lions haldi utan um hreinsunarátakið og að grilla pylsur)
  • Haraldur fer með þessa hugmynd inn á fund Lions í næstu viku.
 • Inni í skógi; ketilkaffi, lummur og landnámssúpa: Jóhannes, Harpa Dís og Bergur halda utan um dagskrá í skóginum á laugardeginum.
 • Kvenfélögin sjá um Landnámssúpu/Víkingasúpu – velja staðsetningu; Þjóðveldisbærinn/inni í skógi
 • Vonandi verður víkingafélagið við Þjóðveldisbæinn og restin úti í skógi. Lögð áhersla á að reyna ekki að gera of mikið og margt í einu.
 • Morgunverður: Byrjað verður á því að kanna áhuga á því að gefa morgunverð og ef eitthvað útaf stendur þá þarf að kaupa restina. Nefndin sér um að kanna það. Lögð áhersla á að versla við bændur í heimabyggð.
 • Nefndin ákveður hver er fjallkona og Bergljót á Reykjum fengin til aðstoðar

Drög að dagskrá

Föstudagur 14. júní

 • Allir íbúar hvattir til að ganga sínar heimreiðar og tína rusl í vikunni – gámasvæði opin lengur – frítt að henda.
 • Lions sér um að grilla pylsur við varðeldinn – í boði SKOGN
 • Ratleikur settur í gang

Laugardagur 15. júní

 • Morgunverður í Árnesi kl. 9.00 -11.00
 • Dagskrá í Þjórsárdal ca. frá kl. 11.30 – 14.00
 • Þjóðveldisbærinn: Landnámssúpa og VíkingafélagiðAnna ath. með búninga og víkingafélag
 • Skógurinn: Skógarkaffi og lummur í skóginum – Harpa Dís og Jóhannes
  • Óli Odds með tálgunarámskeið/fleira?         
 • Náttúruskoðun fyrir krakka í skóginum – Bergur og Anna
 • Sundlaugarnar opnar - Eyþór
 • Handverksmarkaður í Árnesi seinnipartinn frá ca. 14 – 17
 • Safnarasýning; Íbúar hvattir til að koma með það sem þeir safna til sýnis!
 • Ljósmyndir úr sveitinni - ?
 • Pubquiz / Trúbador í Árnesi um kvöldið – ath. v. Birgi í Þjórsárstofu að hafa einhver tilboð

Sunnudagur 16. júní

 • Opin sundlaug - sundsprettur: 9.00 – 12.00 – medalíur fyrir þá sem synda 200 m - Eyþór
 • Hádegisverður í Brautarholti – niðurgreitt – ath. v. Korngrís - Anna
 • Brokk og Skokk – Spurning um að útvega hestagerði /aðstöðu til að geyma hross í Brautarholti og Brokk og Skokk svo haldið niðri á Murneyrum – jafnvel fleiri keppnir – Hrönn tekur að sér að vera fulltrúi nefndarinnar við undirbúning og utanumhald á Brokk og skokk
 • Teymt undir börnum? – hugmynd Anna
 • Gönguferð að Búða með leiðsögn
 • Meiri dagskrá fyrir börnin? – spurning frá Önnu

Mánudagur 17. júní

 • Verðlaunaafhending fyrir ratleik helgarinnar, bestu fuglahræðuna, íþróttamann ársins (UMF)

Auglýsingar

Matthías og Ástráður verði í samvinnu við Hannes Einarsson varðandi að auglýsa – búa til myndbönd

Hafa samband við handverksfólk, beint frá býli, o.fl.

 

Nafngift - hugmyndir

Gaukurinn – Landnámsdagurinn – Uppsprettan – Bergurinn – Spretturinn ??

Rosemarie fær Félag eldri borgara til að fara á flug varðandi nafngift – 10. maí.

Anna sendir öllum fundarmönnum fundargerð fundarins. Sendir einnig frétt í fréttabréfið.

 

Fundi slitið kl. 22.00