Menningar-og æskulýðsnefnd

6. fundur 22. maí 2019 kl. 20:30
Nefndarmenn
  •  Anna
  • Ástráður
  • Elvar Már
  • Haraldur (Menningar-og æskulýðsnefnd)
  • Skafti oddviti
  • Kristófer sveitarstjóri
  • Jónas Yngvi Ásgrímsson – boðaður sem formaður Umhverfisnefndar

6. fundargerð Menningar- og æskulýðsnefndar

Dagsetning

22. maí 2019

Tími

20.30

Fundarefni

Niðurskipun dagskráratriða og vinnu

Ákveðið var að taka út veitingar inni í Þjórsárdal þar sem víkingar munu líklega ekki geta mætt.

Rætt um skreytingarnar. Elvar kom með þá hugmynd að við  myndum leggja áherslu á liti bæja og þorpa og hafa skreytingu við alla „innganga“ í sveitarfélagið. Honum falið að ganga í það mál og fá Láru með sér.

Ákveðið að athuga við Kvenfélag Gnúpverja gæti tekið að sér, gegn greiðslu, framreiðslu veitinga í morgunverði í Árnesi í stað þess að vera með veitingar inni í Þjóðveldisbæ.

Ákveðið að athuga við Þjórsárstofu hvort ekki væri snjallt að hafa einhver tilboð og jafnvel tónleika eða pubquiz eða eitthvað í þeim dúr.

Ákveðið að athuga við hjónin á Minna-Hofi hvort þau myndu taka að sér leiðsögn að Búða.

Vinna við bækling og fréttabréf fari í gang sem fyrst og ákveðið að Anna verði í samvinnu Stefán Þorleifs vegna þessa.

Korngrís hefur tekið vel í að vera með hádegisverð í Brautarholti á laugardeginum og er ákveðið að sveitarfélagið niðurgreiði málsverðinn. Anna hafi samband við Korngrís til að ganga frá þeim málum.

Rætt hvort ekki væri gott að hafa einhvern ákveðinn aðila til að halda utan um alla vinnu á handverksmarkaðnum.

Farið yfir hvaða bæir við ættum að ræða við upp á að hafa opið hús. Ákveðið að leita til Skaftholts og Reykja.

Rætt um að ungmennafélögin þurfi að muna eftir tilnefningu á íþróttamanni ársins.

Þar sem ákveðið er orðið að hafa dögurð þarf að ákveða í hverja á hringja og fá styrki. Ákveðið að hringja í nokkur fyrirtæki innan sveitar en einnig leita til stærri fyrirtækja þar sem bændur hafa viðskipti.

Ungmennaráð tekur að sér kynningarmál og sér um að opna Instagram-reikning.

Rætt um logo fyrir hátíðina og tekur Ástráður að sér að vinna í því.

Brokk og skokk verður á dagskrá og er hugmyndin sú að halda Brokk og skokk á laugardeginum á Murneyrum. Hrönn falið að tala við landeigendur vegna Murneyra.

Hugmyndir að því að fá hestamannafélagið að halda utan um að teymt verði undir börnum eða einhver önnur dagskrá í kringum hross um leið og Brokk og skokk yrði haldið.

Rætt um að halda í þá hugmynd að hægt væri að hafa spunaverksmiðju eða aðra dagskrá fyrir börn og ætlar Hrönn að hafa samband við Sesselju í því sambandi.

Hugmyndin að ratleiknum er sú að hann yrði um alla sveit. Elvar Már fær Láru í lið með sér til að búa til ratleikinn og ákveða tímasetningu á honum.

Ákveðið var að fá trúbador til að syngja á opnun hátíðarinnar og stjórna brekkusöng. Haraldur ætlar að tala við Hjálmar Kristinsson. Haraldur tekur að sér að vera í sambandi við Gunnbjarnarholt vegna brennunnar og Lions og umhverfisnefnd v. hreinsunarátaksins.

Kristófer sækir um leyfi fyrir brennunni í Gunnbjarnarholti og pantar dreifingu á dreifibréfum – 300 stk. – 185 í sveitina og rest til að liggja á völdum stöðum.

 

17. júní

Enn óvitað hvort tekst að fá lúðrasveit/blásara/trommara til að taka þátt í skrúðgöngunni. Farið vítt og breitt um sveitina í leit að fjallkonu og ákveðið að hafa samband við Guðfinnu Magnúsdóttur. Ákveðið að Jóhanna Lilja Arnardóttir, nýráðin skólastjóri Flúðaskóla, yrði fengin til að halda hátíðarræðuna. Skafti tekur að sér að tala við hana.

Starfsmenn sveitarinnar og umsjónarmenn félagsheimilisins sjá um uppsetningu f. 17. júní.

Nesey og starfsmenn sveitarinnar sjá um að setja upp planka f. koddaslag í sundlauginni.

Rætt um að hafa samband við Magneu Gunnarsdóttir til að athuga hvort þær mæðgur gætu spilað á hátíðinni.

Ungmennafélag Skeiðamanna sér um að setja upp þrautabraut og Elvar mun sjá kynningu og utanumhald á koddaslagnum

Verðlaunaafhendingar 17. júní verði umhverfisviðurkenning og íþróttamaður ársins. Umhverfisviðurkenning sett í hendur oddvita og formann umhverfisnefndar.

 

Fundi slitið kl. 22.15