Menningar-og æskulýðsnefnd

10. fundur 08. febrúar 2020 kl. 12:15
Nefndarmenn
  • Anna Kr. Ásmundsdóttir
  • Hrönn Jónsdóttir
  • Haraldur Ívar Guðmundsson
  • Elvar Svansson
  • Lára Bergljót Guðlaugsdóttir
  • Ástráður Unnar Sigurðarson
  •  

Númer fundar:  10

Dagsetning:  08.02.2020

Tími fundar:  Kl. 12.15.

Staður:  Árnes

Dagskrá

  1. Undirskrift fundargerða
  2. Sveitahátíðin 2020
  3. Heilsueflandi samfélag - aðkoma nefndar
  4. Lífshlaupið - aðkoma nefndar
  5. önnur mál
  1. Skrifað undir fundargerðir
  2. Sveitahátíðin 2019;
  1. Fara yfir bréf til Kristófers v. kostnaðar
  • Dæmi um kostnaðarliði sem nefndin hefur áhuga á að fá upplýsingar um:
  • Laun starfsfólks sveitarfélagsins (þ.m.t. laun þeirra sem störfuðu í Þjórsárstofu ef slíkt er inni í myndinni).
  • Laun fulltrúa í menningar- og æskulýðsnefnd – miðað við vinnuframlag skv.           yfirliti formanns nefndarinnar – fylgiskjal I.
  • Ýmis kaup á vörum og varningi; morgunverður, hádegisverður, skógarkaffi, o.fl.
  • Greiðsla til kvenfélags Gnúpverja v. morgunverðar.
  • Ýmis gjöld; stefgjöld, gjöld v. brennu, o.fl.
  • Kostnaður v. fréttabréfs og auglýsinga - unnið af Stefáni Þorleifssyni í samvinnu    við             nefnd.
  • Leiga á húsnæði (félagsheimilin).
  • Kostnaður v. 17. júní.
  • Kostnaður v. myndbandsgerðar MASH.
  • Annað sem til féll og er fært á kostnaðarlið vegna sveitahátíðarinnar.
  1. Eigum við halda sveitahátíðina 2020? Nefndin samþykkir að haldin verði Sveitahátíð dagana 12. – 14. júní, með svipuðu sniði og í fyrra.
  1. Framkvæmd; Nefndin kallar eftir aukinni aðkomu starfsfólks sveitarfélagsins. Stefnt að verkfundi með þeim tímalega fyrir hátíð og fara yfir til hvers er ætlast af unglingavinnu, starfsmönnum í áhaldahúsi og umsjónarmönnum félagsheimila.
  1. Heilsueflandi samfélag  Menningar- og æskulýðsefnd fagnar því að verkefnið Heilsueflandi samfélag sé farið í gang og lýsir vilja til að taka þátt verði þess óskað.
  1. Lífshlaupið Menningar – og æskulýðsnefnd hvetur alla íbúa sveitarfélagsins til að taka þátt í Lífshlaupinu.
  1. Önnur mál
  1. Fjöldi fulltrúa í menningar- og æskulýðsnefnd. Nefndin óskar eftir formlegu samþykki frá sveitarstjórn fyrir því að nefndin verði stækkuð og í henni starfi amk 5-6 aðalmenn.
  2. Næsti fundur: Föstudaginn 21. febrúar kl. 20.00