Atvinnu-og samgöngunefnd

2. fundur 02. október 2023 kl. 20:00 - 21:30 Árnes
Nefndarmenn
  • Gunnhildur F. Valgeirsdóttir Axel Á. Njarðvík
Fundargerð ritaði: Axel Á. Njarðvík


Árnesi, 2.10.2023
Fundanúmer í WorkPoint : F202310-0010

Mál til afgreiðslu og umfjöllunar:

1. Erindi nefndarinnar um atvinnuhúsnæði

Atvinnu og samgöngunefnd vill beina því til sveitastjórnar um að reisa einfalt og með ódýrum hætti hús til að stuðla að tækifærum fólks til atvinnuuppbyggingar á alls konar starfssemi í sveitarfélaginu. Þannig væri greiðari leið rudd til að fólk geta komið sér upp aðstöðu til lengri eða skemmri tíma til atvinnu, hvort heldur sem aðstaðan sé leigð eða seld. Nefndin óskar eftir ákvörðun sveitarstjórnar og afstöðu hennar.

Formanni falið að koma erindi til sveitarstjórnar.

2. Fyrirhuguð breyting á tjaldsvæðinu í Árnesi

Samgöngu og atvinnunefnd vill beina því til sveitarstjórnar að tryggja tilvist núverandi tjaldsvæðis við Árnes og huga að öðru landrými fyrir fyrirhugað skipulag. Nefndin bendir á vægi tjaldsvæðisins fyrir þá atvinnustarfsemi sem fyrir er og yrði sett í uppnám.

Formanni falið að koma erindi til sveitarstjórnar.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 21:30.