- Stjórnsýsla
 - Þjónusta
 - Íþróttir og útivist
 - Fréttir
 - Mannlíf & menning
 
Í dag er enginn vindmyllugarður á Íslandi, þess vegna er nauðsynlegt að allur undirbúningur og kynning á verkefninu sé unnin af kostgæfni.Skáldabúðir eru vissulega afskekkt jörð.Þrátt fyrir það er jörðin í sveit þar sem er byggð. Nefndin telur að umræða um vindmyllugarð í byggð þurfi nauðsynlega að eiga sér stað, bæði hérna í sveitafélaginu og einnig á landsvísu.
Samgöngur. Væntanlega yrðu einhverjar vegabætur á Mástunguvegi (vegur nr. 329) en þær eru svæðisbundnar og gagnast nær einungis íbúum á því svæði.
Atvinnumál. Í skýrslunni er ekkert rætt um áhrif atvinnumála í sveitafélaginu, hvorki á framkvæmdatíma né við rekstur vindmyllugarðs. Ef neikvæð áhrif vindmyllugarðsins verða mikil, gæti það haft áhrif á bæði búsetu og atvinnumál í sveitafélaginu til lengri tíma.
Nefndin fagnar öllum áformum um atvinnuuppbyggingu í sveitarfélaginu. 
	Það eru skiptar skoðanir í þjóðfélaginu varðandi nýtingu vindorku, en
	líklega mun stærsta deilan ávallt snúast um hvar staðsetning á svona
	vindmyllugarði eigi að vera.  Á hann heima í dreifbýli í byggð með tilheyrandi
	röskun á gæðum þeirra sem búa í næsta nágrenni.  Verði af framkvæmdinni,
	þá má velta því fyrir sér hvort hún hafi neikvæð áhrif til lengri tíma
	litið á aðra atvinnustarfsemi, þ.e.a.s. að fólk vilji ekki flytja inná
	svæðið og byggja upp í næsta nágrenni við svona vindmyllugarð.
	Þar sem engar upplýsingar eru í skýrslunni sem snúa að atvinnumálum
	tengt framkvæmdinni, þá getur nefndin hvorki veitt verkefninu jákvæða né neikvæða umsögn. 
	Nefndin óskar eftir að Gunnbjörn ehf vinni ítarlegri greiningu á því hvaða
	áhrif þessi framkvæmd muni hafa á atvinnustig í sveitarfélaginu, bæði á
	framkvæmdatíma og eftir af vindmyllugarðurinn er kominn í rekstur.
Fleira ekki rætt.
Ákveðið að boða næsta fund síðar.