Atvinnu-og samgöngunefnd

2. fundur 11. nóvember 2014 kl. 19:30
Nefndarmenn
  • Einar Bjarnason
  • Meike Erika Witt
  • Björgvin Þór Harðarson
  • Kristófer sveitarstjóri mætti á fund klukkan 20:35

Dagskrá

Ferli verkefna drög að vinnulýsingu, stofnun og vinnsla
Atvinnumálastefna framhald, næstu skref (haustfundur)
Verkefni
Önnur mál

Ferli verkefna hjá Skeiða og Gnúpverjahreppi , EB lagði fram drög að vinnulýsingu um verkefnisstjórnun (sjá fylgiskjal) til skoðunar og frekari þróunar. Nokkrar umræður urðu um ferlið en tekið jákvætt í og er á réttri leið.

    2.    Varðandi sameiginlegan fund þá er hugmyndin að fá sérfræðinga í atvinnu og nýsköpun, jafnvel reynslusögur hjá þeim sem hafa gengið í gegnum þetta. Mundi byggjast á stuttum framsögu og reynslusögum og síðan maður á mann ráðgjöf og viðtöl fyrir þá                sem vilja. Kemur vel til greina að hafa fleiri sveitarfélög með í þessum fundi. Athuga með nýstofnað ferðamálaráð í tengslum við þetta líka.  Stefnt að halda þennan fund kringum mánaðarmótin jan/feb 2015. Farið í að athuga með, hverja væri gott og                        spennandi að fá á þennan fund.

         Það þarf að lesa yfir það sem var búið að vinna í atvinnumálastefnu og halda áfram með hana, hluti af þeirri vinnu er verkefnisstjórnunin og sameiginlegi fundurinn. Stefna að því að loka vinnunni með SASS fljótlega.

   3.   Verkefni sem vilji er til að ræsa í ferli og koma af stað í forskoðun. (sjá vinnulýsingarskjal úr lið 1)

Norðurljósaferðir í Hólaskóg.
Stangarverkefnið (er aðeins komið af stað.)
          Verkefni sem eru komin í vinnslu

Kynningarmyndband með Arctic Project, ræsifundur með þeim er á áætlun núna uppúr miðjum mánuðinum.
Staðarleiðsögn með unga fólkinu, gekk vel í sumar og stefnt að vinnu með skólum í vetur.

4. Önnur mál.

   Aðeins rætt um lokun Matís orsakir og ástæður lokunar. Fólk hefur oft aðgang að ódýrari sambærilegri aðstöðu og nota hana frekar.

   Sælkeramatur úr héraði ræddir möguleikar. T.d. úr korntegundum sem hér eru ræktaðar,

  Haldið á hugmyndastigi í bili.