Atvinnu-og samgöngunefnd

3. fundur 20. janúar 2015 kl. 20:00

Fundur í Atvinnumálanefnd   Þriðjudaginn 20 janúar 2015.  Haldinn í Flísasal í Árnesi kl 17:45

Mætt til fundar Einar Bjarnason, Meike Witt, Björgvin Harðarson, Skafti Bjarnason oddviti og Kristófer Tómasson sem ritaði fundargerð

Tilefni fundarins var að ræða uppbyggingu og framtíðarmöguleika og hugmyndir Þjórsárdals með sérstaka áherslu á Stöng.

Umræða varð um það hús sem hannað hefur verið og til stendur að byggja að Stöng. Meike ræddi um að líklegt væri að það hús sem  rætt er um að byggt verði muni verða það dýrt að ekki sé raunhæft að það verði að veruleika. Rætt var um að æskilegt væri að þróa og hanna hugmynd um ódýrara hús þar sem reiknað væri með aðstöðu til greiðasölu, safn og salerni. Rætt var um þörf á að leggja framtíðarveg að Stöng.

Björgvin ræddi um möguleika á að  nýta Hólaskóg með Stöng og þar yrði greiðasala og salerni fyrir Stöng og Gjánna. Nokkur umræða varð um þörf á að uppbygging eigi sér stað við Reykholtslaug

Ákveðið hefur verið að Atvinnumálanefnd  útbúi glærukynningu um Þjórsárdal sem kynnt verði á almennum íbúafundi þann 5 febrúar nk. og fyrir fjárfestum í annarri útfærslu síðar. Umræða varð um hvernig staðið skyldi að slíkri kynningu.

Annars vegar væri um að ræða Kynningu  fyrir íbúa og hins vegar Kynningu fyrir  fjárfesta.

Ákveðið var að nefndin haldi vinnufund þar sem sett verði saman glærukynning  þriðjudag  27  jan. kl 16:00.

Meike greindi frá því að fundur yrði haldinn í Ferðamálaráði Uppveita 3  febrúar 2015.