Atvinnu-og samgöngunefnd

13. fundur 17. febrúar 2017 kl. 09:00
Nefndarmenn
  •  Bjarni Hlynur Ásbjörnsson
  • Matthildur María Guðmundsdóttir
  • Björgvin Þór Harðarson
  • Kristófer Tómasson

Fundargerð 13. fundar Atvinnu- og samgöngunefndar Skeiða- og Gnúpverjahrepps. 17. febrúar í Árnesi.

Formaður setti fund og fól Kristófer að rita fundargerð.

1. Athugasemdir við deiliskipulag Hvammsvirkjunar. Fyrir fundinum lágu athugsemdir við deiliskipulag Hvammsvirkjunar frá Gjálp, félagi um atvinnuuppbyggingu við Þjórsá. Nefndin fór yfir athugsemdirnar og urðu nokkrar umræður um þær. Endurskoðun umhverfismats Hvammsvirkjunar er í vinnslu og eru líkur á að það verði tilbúið innan fárra vikna. Nefndin er sammála um að ekki sé tímabært að leggja mat á deiliskipulag virkjunarinnar fyrr en endurskoðað umhverfismat liggur fyrir.

2. Atvinnustefna Skeiða- og Gnúpverjahrepps.

Lögð voru fram drög að Atvinnustefnu fyrir Skeiða- og Gnúpverjahrepp. Þau hafa verið í vinnslu um nokkurt skeið. Nefndin er sammála um að leggja þurfi umtalsverða vinnu í verkefnið. Samþykkt að vinna betur úr þeim gögnum sem liggja að baki drögunum og vinna áfram að því að móta Atvinnustefnuna.

Næsti fundur ákveðinn föstudag 24. febrúar kl 09:00.

Fundi slitið kl 10:30