Atvinnu-og samgöngunefnd

15. fundur 06. mars 2017 kl. 19:00
Nefndarmenn
  • Bjarni H. Ásbjörnsson
  • Björgvin Þór Harðarson
  • Matthildur María Guðmundsdóttir
  • Björgvin Skafti Bjarnason
  • Anna Björk Hjaltadóttir
  • Iðunn Pálsdóttir
  • Edda Pálsdóttir.  Fundargerð skrifaði Matthildur
  •  

15. fundur 6. mars 2017 kl. 19:00 í Atvinnu- og samgöngumálanefnd á Hestakránni

1.  Rætt um fund Gjálpar og fund sveitarfélagsins sem ráðgjafar frá SASS stjórnuðu. Kynnt áætlun um að halda haustfund í október þar sem kynnt yrðu drög að stefnu sveitarfélagsins í atvinnumálum. Rætt um áhyggjur fólks af húsnæðisvanda og að landbúnaðarland fari undir sumarhús eða fari í eigu aðila sem ekki tengjast samfélaginu beint. Leiguheimili – leið til uppbyggingar húsnæða - kynnt fyrir stjórn Gjálpar. Gjálp kynnti hugmyndir um skrifstofuhúsnæði þar sem einyrkjar og þeir sem vinna í fjarvinnu gætu komið saman og leigt herbergi eða skrifstofu. Hugbúnaðargeirinn er tekjuhátt fólk sem væri gott að fá í sveitarfélagið. Hugmyndir um hvort hægt væri að bjóða upp á grunnnámskeið í forritun. Hægt væri að halda hugmyndasmiðjur um ákveðið efni – t.d. ferðaþjónustu, hugbúnaðarfyrirtæki o.fl. Gjálp hefur sérstakan áhuga á skrifstofuhúsnæði, Þjórsárdalnum, Gjánni og hugbúnaðargeiranum.

2.  Önnur mál. Engin önnur mál.

Ákveðið að funda í Árnesi sunnudaginn 23. apríl 2017 stjórn Gjálpar og Atvinnu- og samgöngumálanefnd. Þá á að velja 3 atriði sem fjallað verður nánar um í atvinnustefnu.

Fundi slitið kl. 19:50.