Atvinnu-og samgöngunefnd

18. fundur 07. apríl 2017 kl. 09:00
Nefndarmenn
  •  Bjarni H. Ásbjörnsson
  • Björgvin Þór Harðarson
  • Matthildur María Guðmundsdóttir. Fundargerð skrifaði Matthildur

Fundur 7. apríl 2017 kl. 9:00 í Atvinnu- og samgöngumálanefnd í Árnesi

1.       Rætt um Atvinnustefnu Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Farið yfir hvaða mælikvarða er hægt að setja á þau markmið sem búið er að skrá niður og farið betur yfir megin flokka og hugsanleg markmið þeirra. Valið að minnsta kosti eitt markmið innan hvers flokks til að setja mælikvarða á. Ákveðið að halda svo áfram á næsta fundi að setja niður mælikvarða á fleiri markmið.

2.       Önnur mál. Rætt um undirbúning fyrir vinnufund með Gjálp sem  verður haldinn 23. apríl 2017.

Fundi slitið kl. 10:23. Næsti fundur verður haldinn með Gjálp 23. apríl 2017.