Atvinnu-og samgöngunefnd

12. fundur 09. febrúar 2017 kl. 20:30
Nefndarmenn
  •  Einar Bjarnason
  •  Björgvin Skafti Bjarnason oddviti
  • Bjarni Ásbjörnsson
  • Björgvin Þór Harðarson
  • Matthildur M Guðmundsdóttir
  • Kristófer Tómasson sveitarstjóri. Einar Bjarnason fráfarandi formaður setti fundinn
  • bað Kristófer  að rita fundargerð

12. fundargerð Atvinnu- og samgöngumálanefndar Skeiða- og Gnúpverjahrepps.

9. febrúar 2017 kl 20:30.

1.   Hlutverk nefndarinnar. Rætt var um hlutverk nefndarinnar, verkefni og skipunarbréf. Bjarni Ásbjörnsson og Matthildur M Guðmundsdóttir eru nýskipuð í nefndina. Einar Bjarnason og Meike Witt hafa sagt skilið við nefndina. Bjarni er nýr formaður nefndarinnar.

2.   Atvinnumálastefna. Atvinnumálastefna fyrir sveitarfélagið hefur verið í vinnslu frá árinu 2013. Farið var yfir nýjustu drög að stefnunni. Atvinnumálanefnd mun taka drögin til skoðunar og frekari vinnslu.

3.   Önnur mál. Umræða varð um hvað þyrfti til að fólk tæki ákvörðun um flytja á tiltekna staði á landsbyggðinni.

Rætt var um húsnæðiseklu í sveitarfélaginu og þá möguleika sem eru til staðar til að auka framboð  húsnæðis. Meðal annars stofnun leigufélaga. Umræða varð framboð starfa fyrir menntað fólk og leiðir til að fjölga slíkum störfum.

Fleira ekki tekið fyrir fundi slitið kl 22:10.