Atvinnu-og samgöngunefnd

17. fundur 31. mars 2017 kl. 09:00
Nefndarmenn
  • Bjarni H. Ásbjörnsson
  • Björgvin Þór Harðarson
  • Matthildur María Guðmundsdóttir
  • Kristófer Tómasson. Fundargerð skrifaði Kristófer
17. fundur 31.mars 2017 kl 9:00 í Atvinnu- og samgöngunefnd Skeiða- og Gnúpverjahrepps í Árnesi.
 
1. Atvinnustefna Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Framhald frá síðasta fundi. Rætt var um þá 5 megin flokka sem áður er greint frá að teknir veðri til umfjöllunar í atvinnustefnu.
Umræða varð um menntunarstig í sveitarfélaginu og leiðir til að safna upplýsingum um það og greina það í sveitarfélaginu. Menning og skapandi listgreinar og stuðningur  og þróun við þær voru til umræðu auk þess iðnaður og landbúnaður, samgöngur og vegakerfi ásamt verslun og þjónustu og ferðaþjónustu voru einnig rædd. Hver og einn málaflokkur og atriði innan þeirra voru tengd viðeigandi nefndum Vísast að öðru leyti til vinnuskjals um verkefnið.
 
2. Engin önnur mál tekin fyrir.
 
Fundi slitið kl 10:40. Næsti fundur verður haldinn 7 apríl nk. Kl 9.00.