Atvinnu-og samgöngunefnd

20. fundur 02. júní 2017 kl. 09:00
Nefndarmenn
  • Bjarni H. Ásbjörnsson
  • Björgvin Þór Harðarson
  • Matthildur María Guðmundsdóttir
  • Kristófer A. Tómasson. Fundargerð skrifaði Matthildur

Fundur 2. júní 2017 klukkan 9:00 í atvinnu- og samgöngumálanefnd í Árnesi.

Ákveðið var að snúa við auglýstri dagskrá vegna þess að Kristófer þarf að fara klukkan 10. Samþykkt samhljóða.

1.    Fyrsta uppkast af atvinnumálastefnu kynnt. Farið yfir hvað þarf að bæta í stefnunni. Þarf að klára að setja mælikvarða á fleiri markmið, stefnt að fundi um það 13. júní klukkan 10. Ákveðið að Kristófer finni gögn er tengjast landbúnaði og atvinnu innan sveitarfélagsins. Kristófer fór af fundi að loknu þessu máli.

2.    Athugasemdir við deiliskipulag Hvammsvirkjunar. Farið var yfir Frummatsskýrslu Hvammsvirkjunar, Mat á umhverfisáhrifum: Ferðaþjónusta og útivist og landslag og ásýnd lands frá Landsvirkjun. Álit atvinnumálanefndar til deiliskipulagsins er að ekki eru gerðar athugasemdir við tillögu að deiliskipulagi Hvammsvirkjunar, enda er þetta unnið eftir gildu aðalskipulagi.

3.    Engin önnur mál.

Fundi slitið klukkan 11:13. Næsti fundur verður þann 13. júní 2017 kl. 10:00.