Atvinnu-og samgöngunefnd

24. fundur 31. janúar 2018 kl. 17:30
Nefndarmenn
  • Fundinn sátu:  Bjarni H. Ásbjörnsson
  • Björgvin Þór Harðarson
  • Matthildur María Guðmundsdóttir
  • Kristófer A. Tómasson. Fundargerð skrifaði Matthildur

24. fundur hjá Atvinnu- og samgöngumálanefnd þann 31. janúar 2018 kl. 17:30 í Árnesi.

  1. Afgreiðsla sveitarstjórnar á verkefnalistum Atvinnumálanefndar. Bréf lagt fram frá afgreiðslu sveitarstjórnar þann 24. janúar síðastliðinn. Ákveðið að erindi og hver verkefnalisti verði sendur á formenn nefndanna sem eiga að vinna að verkefnunum. Einnig rætt um verkefnin sem þarf að vinna og eru á verkefnalista Atvinnu- og samgöngumálanefndar. Verkefnin eru þess eðlis og dagsetningar á þeim þannig að æskilegt er að fara ekki af stað með þau fyrr en eftir kosningar því þá kemur mögulega ný nefnd saman. Mörg af þeim verkefnum sem eru á listanum henta vel inn í fyrirkomulag haustfundar. Þegar ný nefnd kemur saman þarf að skipuleggja fundinn og fá fyrirlesara til að fjalla um hin ýmsu mál á þeim fundi.
  2. Atvinnumálaþing 21. mars. Búið er að staðfesta þingið á Borg í Grímsnesi þann 21. mars klukkan 19:00. Búið er að senda út fréttatilkynningu sem mun birtast í fréttabréfi Skeiða- og Gnúpverjahrepps í febrúar. Nánari dagskrá verður auglýst síðar og birtist að öllum líkindum í fréttabréfinu í mars. Dagskrá þingsins er nánast full mótuð.
  3. Önnur mál. Rætt um samgöngumál. Sumarið 2016 var framkvæmt mat á vegakerfinu hér í sveit. Kristófer ætlar að senda skýrslu sem gerð var eftir þetta mat. Einnig á að vera til skýrsla um umferðartalningu, Bjarni ætlar að vera í sambandi við Vegagerðina um að nálgast þau gögn. 

Ákveðið að 25. fundur nefndarinnar verði haldinn miðvikudaginn 7. mars klukkan 17:30. Fundi slitið klukkan 18:10.