Atvinnu-og samgöngunefnd

25. fundur 07. mars 2018 kl. 17:30
Nefndarmenn
  • Fundinn sátu Bjarni H. Ásbjörnsson
  • Björgvin Þór Harðarson
  • Matthildur María Guðmundsdóttir. Fundargerð skrifaði Matthildur
 25. fundur hjá Atvinnu- og samgöngumálanefnd þann 7. mars 2018 kl. 17:30 í Árnesi
  1. Atvinnumálaþing 21. mars. Dagskráin rædd. Bjarni ætlar að verða fulltrúi nefndarinnar í undirbúningi fyrr um daginn. Björgvin verður með fyrirlestur og nefndin mætir á þingið sem stendur frá kl. 19-22 í Borg í Grímsnesi.
  2. Fundur með Umhverfisnefnd. Umhverfisnefndin er búin að skoða verkefnin sem hafa verið stíluð á þau í kjölfar atvinnustefnunnar og vilja fá atvinnumálanefnd á fund til að útskýra verkefnin betur. Bjarni og Anna, formaður umhverfisnefndar, munu reyna að finna tíma fyrir nefndirnar til að hittast.
  3. Samgöngumál. Skýrsla um vegaúttekt á Suðurlandi sem gerð var 2016 var kynnt. Tölur um umferðarþunga vega árið 2016 eru aðgengilegar á vef Vegagerðarinnar og þær voru skoðaðar. Tölur fyrir árið 2017 ættu að koma fyrir sumarið og þarf að skoða þær samhliða vegna þess að mikil fjölgun ferðamanna hefur verið á vegunum á þessum tíma. Af þessum skýrslum má ráða að vegurinn að Stöng er sérstaklega slæmur, sérstaklega ef horft er á umferðartölur á veginum. Atvinnumála- og samgöngunefnd vill ræða hugsanlegar lagfæringar eða endurbætur á veginum að Stöng við Umhverfisnefnd vegna þess að óttast er að það gæti haft slæm umhverfisáhrif á t.d. Gjánna vegna aukins aðgengis að svæðinu.
  4. Engin önnur mál.

Ákveðið að næsti fundur nefndarinnar verði haldinn miðvikudaginn 11. apríl klukkan 17:30. En í millitíðinni verður hugsanlega fundur með umhverfisnefnd. Fundi slitið klukkan 18:45.