Atvinnu-og samgöngunefnd

26. fundur 11. apríl 2018 kl. 17:30
Nefndarmenn
  • Fundinn sátu Bjarni H. Ásbjörnsson
  • Björgvin Þór Harðarson
  • Matthildur María Guðmundsdóttir. Fundargerð skrifaði Matthildur

26. fundur hjá Atvinnu- og samgöngumálanefnd þann 11. apríl 2018 kl. 17:30 í Árnesi

  1. Atvinnumálaþing uppsveitanna. Heppnaðist mjög vel og var vel sótt. Áhugaverð og fræðandi erindi voru á þinginu. Það væri þess virði að halda svona þing aftur seinna í samstarfi við atvinnumálanefndir annarra sveitarfélaga í uppsveitunum.
  2. Verkefnalistar. Atvinnumálastefnan var samþykkt í sveitarstjórn 18. október 2017. Í kjölfarið voru verkefnalistar lagðir fyrir sveitarstjórn þann 24. janúar 2018 þar sem þeir mæltu með að hver nefnd fengi sinn hluta verkefnalistanna úthlutaðan til umsagnar. Verkefnalistar voru sendir á viðeigandi nefndir þann 2. febrúar 2018 til umsagnar. Menningar- og æskulýðsnefnd tók þetta fyrir 27. febrúar þar sem málið var kynnt og því frestað. Skólanefnd og Þjórsárskóli sendi tölvupóst 3. febrúar um að málið yrði tekið fyrir á næsta fundi, en ekkert hefur verið bókað í fundargerðum skólanefndar um þetta mál síðan þá. Umhverfisnefnd tók þetta fyrir á fundi 15. febrúar og óskaði eftir fundi með Atvinnunefnd til að fá frekari skýringar á verkefnum. Bjarni mætti á fund með þeim þann 13. mars og skýrði út verkefnin í verkefnalistanum og var almenn ánægja með útskýringarnar. Sveitarstjórn fjallaði um verkefnalista sinn þann 7. febrúar og oddvita og sveitarstjóra falið að fara yfir verkefnin. Verkefnin sem snúa að Atvinnumálanefnd þarf að taka upp á nýju kjörtímabili. Verkefnalista allra nefnda þarf að vinna áfram á nýju kjörtímabili.
  3. Önnur mál. Þakkað fyrir gott samstarf á liðnu ári.

Fundi slitið klukkan 18:05.