Atvinnu-og samgöngunefnd

1. fundur 10. september 2019 kl. 17:20
Nefndarmenn
 • Mætt eru: Matthías Bjarnason
 • Matthildur María Guðmundsdóttir
 • Pálína Axelsdóttir Njarðvík
 •  
 •  

10.09.2019 – Klukkan 17:20

Fundargerð ritaði Matthías Bjarnason.

1 – Störf nefndar og tilgangur hennar.

 • Farið var yfir störf nefndarinnar, tilgang hennar og markmið.

2 – Umræður um heimasíðu.

 • Rætt um heimasíðuna og farið yfir erindi sem að Matthías sendi sveitastjórn.
 • Rætt um hvað væri gallað og var á mörgu að taka.
 • Hugmyndir um að tengja betur samfélagsmiðla þannig að þeir virki saman.
 • Kerfið sem notast er við heitir Drupal, ákveðið að næsta skref er að athuga hvort það sé þjónustuaðili sem notast við Drupal á Íslandi og kanna hvort sá aðili geti bætt og lagað heimasíðuna.
 • Nefndin ætlar að kanna hvort það séu aðilar sem notast við Drupal.

3 – Fundartími og næstu fundir.

 • Stefnt að því að halda næsta fund 1. október.  

4 – Önnur mál.

 • Engin önnur mál rædd.