Afréttarmálanefnd Gnúpverja

10. fundur 20. janúar 2020 kl. 16:00
Nefndarmenn
  • Daði Viðar Loftsson f.h. Landsvirkjunar
  • Guðmundur Árnason fjallkóngur
  • Arnór Hans Þrándarson
  • Gylfi Sigríðarson
  • Lilja Loftsdóttir
  • Kristófer Tómasson
  •  

Fundur Afréttarmálanefndar Gnúpverjaafréttar 20. janúar 2020

Fundarstaður: Árnes       Tími: 16:00       Fundargerð nr. 10

Fundarefni: Girðingar og Miðhálendisþjóðgarður

  1. Nefndin kynnti hugmyndir að girðingum frá Hafinu og upp að Sultartangastöð. Landgræðslan er búin að samþykkja að taka niður landgræðsluhólfið og í staðinn verður sett netgirðing frá horninu þar sem landgræðsluhólfið er við veginn og upp að Sultartangastöð (Leggur 5 og 6, sjá viðhengi). Sendum erindi til Landsvirkjunar með útskýringum og verður málið lagt fyrir þar. Daði vék af fundi eftir þennan lið.
  2. Afréttarmálanefnd Gnúpverja skorar á sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að gera athugasemdir við frumvarp umhverfisráðherra um stofnun Miðhálendisþjóðgarðs. Með þessu frumvarpi er verið að skerða verulega, að okkar mati, skipulagsvald sveitarfélaga innan þjóðgarðs og teljum við að sveitarstjórn eigi að passa upp á réttindi sveitarfélagsins. Í gegnum tíðina hefur afréttinum verið sinnt að miklu leyti af heimafólki í sjálfboðavinnu. Þar hefur m.a. verið unnið að uppgræðslu afréttarins, byggingu og viðhaldi húsa auk annarra mannvirkja. Við teljum að frumvarpið dragi úr áhuga fólks og löngun á að sinna þessum verkum þegar ákvarðanir eru teknar utan sveitarfélagsins eða í einhverjum ráðum úti í bæ. Við teljum að best sé að fela heimamönnum eftirlit og ákvarðanir í málefnum afréttarins enda hefur hér verið unnið að friðun og stýrðri umgengni á viðkvæmum og vinsælum svæðum í samráði við ýmsar stofnanir en jafnframt unnið að nýtingu þeirra auðlinda sem á svæðinu eru.

Fundi slitið: 17:00

Fundarritari: Arnór Hans Þrándarson